Föstudagur, 29. nóvember 2013
ASÍ hætti kjarabaráttu, fór í ESB-leiðangur
Alþýðusamband Íslands hætti að stunda kjarabaráttu á Íslandi þegar skrifstofuliðið vandist ferðalögum til Brussel. Auk þess að vera launahækkun í formi dagpeninga fékk skrifstofuliðið niðurgreiddar sumarleyfisferðir með fjölskyldunni í formi ferðapunkta.
Skrifstofulið ASÍ studdi vanhugsuðu ESB-umsókn Samfylkingar og trúði svo á mátt flokksins með 12,9 prósent fylgi að tími gafst ekki til kjarabaráttu á íslenskum forsendum.
ASÍ var tekið í bólinu með auglýsingum Samtaka atvinnulífsins. ASÍ vísar til gjaldmiðilsins og kennir krónunni um verðbólgusamninga. Krónan gerir ekki kjarasamninga án innistæðu, heldur aðilar vinnumarkaðarins.
Skrifstofulið ASÍ horfir til Brussel í von um kjarabætur fyrir sig og sína. Launþegar á Íslandi sitja uppi með handónýta verkalýðshreyfingu.
Gylfi: Djúphugsuð áróðursherferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.