Konan með þöggunarprinsippið í stjórn RÚV

Fulltrúi VG í stjórn RÚV, Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrum fréttamaður á sömu stofnun, gerir kröfu um að stjórnin móti dagskrárstefnuna. Björg Eva er talsmaður ,,þöggunarprinsippsins" sem gengur út á það að sumar skoðanir eiga ekki heima í ,,vitrænni umræðu".

Björg Eva orðaði þöggunarprinsippið á þennan veg

“Hef aldrei skilið afhverju þöggun er svona lítið beitt á Snorra í Betel, Gillz, Gylfa Ægisson, Jón stóra og alla þessa kalla sem eiga nákvæmlega 0 erindi inn í vitræna umræðu….Auðvitað eru þeir athyglissjúkir, samt er ekki sjálfgefið að komast inn í umræðuna, eins og þeir gera og fitna af eins og púkinn á fjósbitanum. Enn eitt svona rugl er Páll Vilhjálmsson Heimsýnarbloggari…. Hvers nafn ætti ekki einu sinni að nefna samkvæmt þöggunarprinsippinu.”

Björg Eva vitræna gæti sem best mótað dagskrárstefnu RÚV þar sem flokkað væri hvaða skoðanir mætti hafa og hverjar ekki. Og almenningur borgar auðvitað fyrir alla vitrænu Bjargar Evu og félaga.

 


mbl.is Stjórn RÚV móti sjálf dagskrástefnu til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband