ESB bannaði Írum íslensku leiðina

Írland er í Evrópusambandinu og með evru sem lögeyri. Kreppan sem skall á Írum, eftir hrun Lehman-banka í Bandaríkjunum 2008, kippti stoðum undan samanlögðu bankakerfi Írlands - rétt eins og á Íslandi.

Á Íslandi fóru bankarnir í gjaldþrot. Á Írlandi leyfði Evrópusambandið ekki að þarlendir bankar færu í gjaldþrot.

Íslenska leiðin, sem var besta leiðin úr bankahruninu, var Írum ekki fær. Evrópusambandið bannaði að evru-bankar færu í gjaldþrot. Írska ríkið, þ.e. almenningur á Írlandi, varð að taka á sig skuldbindingar írsku einkabankanna.


mbl.is Hefði viljað fara íslensku leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Nei Páll. Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Þetta er flökkusaga. En endilega bentu á traustar heimildir ef þú telur þig vita betur.

Einar Karl, 28.11.2013 kl. 21:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einar Karl, er það ekki sjálfsagt af þér að sýna fram á að þetta sé rangt. Staðreyndirnar standa, bönkum á Írlandi var ekki leyft að fara í þrot. Evrópusambandið snaraði fram hávaxtalánum sem þeir svo haganlega kölluðu björgunarpakka til að bjarga bönkunum.

Nú eru Írar komnir upp að augnabrúnum í óvinnandi skulda og vaxtavítahring.

Engin var spurður.

Segðu mér nú af hverju ESB hafði ekkert með þetta að gera?

Flökkusaga? http://euobserver.com/economic/121597

Það má líka minnast þess, sem er bókfært og skráð að Barrosso hringdi í Davíð Oddson á sínum tíma og heimtaði að bankarnir yrðu beilaðir út svo þeir eru ekki bara að skipta sér af ESB þjóðum.

Vinsamlegast reyndu nú að hrekja þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2013 kl. 03:16

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ireland's decision was heavily influenced by its eurozone peers, who were afraid that letting a bank fail in one euro-country could trigger a domino effect throughout the entire European banking sector.

The then president of the European Central Bank, Jean-Claude Trichet, rang up the Irish finance minister the weekend before the decision to tell him: "you must save your banks at all costs."

http://euobserver.com/economic/121597

Páll Vilhjálmsson, 29.11.2013 kl. 06:55

4 Smámynd: Einar Karl

úr sömu grein og þið vísið í:

The Irish decision-makers went however further than their eurozone peers expected.

The blanket guarantee was heavily criticised by the ECB ...

ÞAð sannar ekki "þvingun" að einhver hafi hringt í einhvern.

Írar fóru írsku leiðina af því írsk stjórnvöld VILDU fara hana. (Alveg eins og íslensk stjórnvöld árið 2008 vildu alls ekki fara "íslensku" leiðina, þvert á móti reyndu þau eins og þau gátu að fá lánaða peninga út um allan heim.)

Það var svo 2010 sem Írum var veittur "björgunarpakkinn" frá IMF og EU, þ.e. lán með ýmsum ströngum skilyrðum.

Einar Karl, 29.11.2013 kl. 08:38

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þvingun er líklega of sterkt til orða tekið og nær að tala um þrýsting sem má lesa beint úr orðunum "further than"

Það sem ESB sinnar vilja aldrei skilja er að vera í bandalagi felur í sér þrýsting um að fylgja meirihlutanum hvort sem það hentar eða ekki. Í flestur tilvikum hentar það ekki jaðarríkjum eins og Páll hefur oft bent á í sínum málflutningi.

Ef ESB sinnar vilja hafa opna umræður um aðild þá er pólitískur þrýstingur án efa það sem þarf  sérstkalega að ræða.

Rúnar Már Bragason, 29.11.2013 kl. 11:13

6 Smámynd: Einar Karl

Á Írlandi leyfði Evrópusambandið ekki að þarlendir bankar færu í gjaldþrot.

Þessi staðhæfing Páls er einfaldlega röng. Páll ætti að vita betur þar sem hann eyðir drjúgum tíma í að fylgjast með ESB-fréttum og pólitík.

Ef ESB andstæðingar vilja málefnalegar umræður um aðild þá þýðir ekki að krydda mál sitt með ýkjum og rangfærslum.

Einar Karl, 29.11.2013 kl. 14:37

7 Smámynd: Einar Karl

Reyndar hef ég ekki tekið eftir að Páll hafi neinn áhuga á málefnalegum umræðum.

Einar Karl, 29.11.2013 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband