Skotar hafna evru

Sjálfstæðisflokkur Skotlands, sem vill aðskilnað frá Bretlandi, hafnar evru sem gjaldmiðli. Í nýrri skýrslu, n.k. hvítbók, um sjálfstætt Skotland er gert ráð fyrir að breska pundið verði áfram gjaldmiðill landsins.

Fyrir nokkrum árum gerðu sjálfstæðissinnar í Skotlandi ráð fyrir að evran kæmi í stað breska pundsins í tilfelli sjálfstæðis.

Evran, á hinn bóginn, skilur eftir sig sviðna jörð í jaðarríkum Evrópusambandsins og er ekki raunhæfur kostur. Nema, vel að merkja, hjá ESB-sinnum á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er bæði sleppt og haldið?

Að aðskilja sig frá Bretlandi og líka halda pundinu?

Þá þurfa þeir þurfa væntanlega að lúta öllum reglum

BRESKA SEÐLABANKANS/Fjármálaeftirlitsins ef þeir ætla að halda pundinu áfram.

Jón Þórhallsson, 26.11.2013 kl. 10:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir áttu nú skoskt pund, sem var að vísu ekki jafnhátt enska pundinu, en þeir hljóta að geta komið því á koppinn aftur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2013 kl. 12:09

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ásthildur, eins og allir aðrir ESB-sinnar þá halda Skotar að þeir geti alltaf fleytt rjómann. Aðeins þeir sem álpuðust inn í sambandið og tóku upp evruna vita að svo er ekki. Spurðu bara Grikkina sem nú þurfa að velja milli hungurdauða eða HIV-smits.

Ragnhildur Kolka, 26.11.2013 kl. 13:40

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Fréttin um sjálfeyðnismitandi Grikkja var byggð á villu í skýrslu frá WHO. Hið rétta er víst að sögur gangi um það meðal eyturlyfjaneytenda í Aþenu að sumir þeirra hafi jafnvel smitast viljandi af eyðni til að fá bætur.

Annars hefur mér nú skilist að efnahagsvandi Grikkja sé fyrst og fremst heimaskapaður, en að Evran hafi vissulega leyft vitleysingum heimafyrir að hegða sér enn vitleysislegra. Öll lönd hafa sinn skammt af vitleysingum, kannski erum við Íslendingar með of marga, of háttsetta, vitleysinga til að okkur sé treystandi inn í Evrusvæðið?

Varðandi gjaldeyrismál Skota þá sýnist mér umræðan snúast um það hvort Breska ríkisstjórnin hafi skuldbundið sig til þess að hleypa Skotum inn í myntbandalag - það væri auðvitað langbesti kosturinn fyrir Skota, að halda núverandi gjaldmiðli. Hinn valkosturinn hefði þá verið að taka upp Evru. Skotar virðast ekki telja það raunhæft fyrir jafn litla jaðarþjóð að reyna að standa undir eigin gjaldmiðli.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.11.2013 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband