Mánudagur, 25. nóvember 2013
Skuldaumræðan verður hýenuveisla
Ríkisstjórnin mun alltaf tapa á skuldaleiðréttingarmálinu. Útbýting á peningum vegna fasteignalána fyrir sex til átta árum er beinlínis uppskrift að leiðindum, bæði innbyrðis milli þeirra einstaklinga og hópa sem eiga að njóta, og hinna sem ekkert fá.
Fólki líður eins og það standi í biðröð eftir happadrættisvinningi sem þegar er búið að ákveða hverjir fá. Enginn veit hvaða reglur giltu þegar vinningshafar voru dregnir út. En allir vita að tilviljun réð ekki niðurstöðunni.
Engu að síður eru eflaust margir búnir að eyða vinningnum fyrirfram, panta sér hjólhýsi fyrir sumarið, milljón króna ferðalag eða spjaldtölvur á fjölskylduna. Óreiðufólkið er ekki það þakklátasta.
Tillögur ríkisstjórnarinnar eru fóður fyrir soltnar hýenur. Von ríkisstjórnarinnar er að kjamsið drukkni í aðventuhátíðinni.
Athugasemdir
Þetta er augljoslega persónulegt hjá þér. Þú átt ekki von á neinu og spáir leiðindum. Ert þú ekki sá eini sem er með leiðindi?
Hér er verið að reyna að leiðrétta rangindi sem hafa sent fjölskyldur unnvörpum á vergang. Vafalaust fær einhver eitthvað sem enn hefur þak yfir höfuðið. Þeir eru samt á leiðréttingu sinna mála. Það er ekki verið að gefa neinum neitt, svo þú komir því nú inn í kollinn á þér. Það er verið að skila þýfi.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2013 kl. 21:24
Ég get fullyrt að Óðinn sem kom fram í stóru málunum á stöð 2 í kvöld er ekki óreiðumaður ég ver vitni að því að hann vann mánuðum saman fram á nætur eftir fastan vinnudag að koma upp sínu húsi án ofur og bruðls og var og mátti vera ánægður með sinn eignarhlut, 12 miljónir þegar hann flutti inn. í dag á hann ekkert í húsinu og ég held að ég hafi tekið rétt eftir að hann skuldi 40 miljónir.
Hvað ertu eiginlega að fara Páll og hver er tilgangurinn? Ég held að Jón Steinar sé með svarið.
Þórólfur Ingvarsson, 25.11.2013 kl. 21:53
Ég er sammála að það á að skila þýfinu, en ef ríkissjóður á að standa undir kostnaðinum þá er ég ekki sammála. Þeir sem innheimtu og eru að innheimta stökkbreytt lán verða að færa þau niður en ég held að enginn geti þröngvað fjármálastofnunum til að gera það nema dómstólar og jafnvel þeim gengur það ekki allt of vel. Stjórnvöld virðast föst í einhverjum fasa sem þau komast ekki út úr nema setja neyðarlög til að skera á hnútinn.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.11.2013 kl. 23:46
En Johannes ríkissjóður stóð undir endurfjármögnun bankanna,í tíð Jóhönnustjórnar. Enginn hefur svo mikið sem reynt að þröngva fjármálastofnunum,en það er hægt. Hvernig væri að endurvekja Alþýðubankann,eða mætti vera Alþýðusparisjóður,gæti alþýðan sameinast um það? Þú veist eins vel og ég að þessi sýn er draumkenndar hyllingar,en það má ,sjá.
Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2013 kl. 01:12
Sennilega var endurreisn og endurfjármögnun nýju bankanna ein verstu mistök AGS hér á landi. En það er hægt að vinda ofan af þeim mistökum með því að láta gömlu bankana í þrot og setja lög sem bannar áhættufjárfestingarsjóðum að eiga ráðandi hlut í íslenskum bönkum. það er ekki ásættanlegt að slitastjórnir föllnu bankanna fari með ráðandi hluti í nýju bönkunum. Á meðan það er látið óátalið verða þeir aldrei annað en innheimtustofnanir. En við erum bundin af þessum alþjóðareglum og EES reglum og svo er varðhundur ESB Seðlabankastjóri og Varðhundur EES er forstjóri FME svo það verður þungur róður fyrir Sigmund og Frosta að breyta nokkru. Sérstaklega þegar Sigmundur er soddan grenjuskjóða. En hvað veit ég..
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2013 kl. 02:06
Einmitt Jóhannes það standa á Sigmundi nánast öll spjót,varðhundarnir gelta, svei mér ef Sigmundur brennur ekki í skinninu að snúa þá niður.--Hann hefur allt að vinna og stendur sem betur fer ekki einn.Það verður og skal leiðrétta rangindin sem hafa liðist í alltof mörg ár.
Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2013 kl. 03:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.