Lýðræðismótsögn ESB-sinna

ESB-sinnar skammast sín ekkert fyrir þá afstöðu að vilja Ísland í Evrópusambandið. Á hinn bóginn segja þeir fullum fetum að andstaðan við aðild sé ekki byggð á rökum vegna þess að aðildarsamningur liggur ekki fyrir.

Svavar Alfreð Jónsson gerir mótsögn ESB-sinna að umtalsefni og segir

Ég hef aldrei skilið málatilbúnað þeirra sem hafa tekið afstöðu til aðildar Íslands að ESB án þess að fyrir liggi fullbúinn aðildarsamningur - en halda því um leið blákalt fram að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar Íslands að ESB nema fyrir liggi fullbúinn aðildarsamningur.

Að sjálfsögðu mega félagar í Já Ísland vera þeirrar skoðunar að framtíð Íslands sé betur borgið innan ESB en utan þess enda má færa mörg góð rök fyrir þeirri niðurstöðu.

Það getur á hinn bóginn varla talist heiðarlegt að stofna samtök til að berjast fyrir aðild Íslands að ESB en halda því um leið fram að aðrir hvorki megi né geti myndað sér skoðun á sama máli.

Það hefur stundum verið kallað fasískt þegar einungis ein skoðun er talin möguleg og leyfileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband