Sunnudagur, 24. nóvember 2013
Almennar aðgerðir í þágu millistéttarinnar
Millistéttin íslenska er um 85 til 90 prósent þjóðarinnar. Ef það er rétt að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verði almennar og í þágu millistéttarinnar ber að fagna því.
Löng reynsla er fyrir því að nota skattakerfið til millifærslu og ríkisstjórnin gerir vel að fara þá leið.
Á hinn bóginn er enn óljóst hvernig á að fjármagna þessa efnahagsaðgerð. Það er betur heima setið en af stað farið ef efnahagsleg kollsteypa í formi verðbólgu verði afleiðingin.
Skuldalækkun með skattabreytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á hinn bóginn er enn óljóst hvernig á að fjármagna þessa efnahagsaðgerð.
Ef þú hefðir raunverulega áhuga gæti ég fært þig í alla sannleika um það hvernig fara megi að því. Reyndar er þetta svolítið röng forsenda sem þú gefur þér. Þegar talað er um að þurfi að "fjármagna" eitthvað þá byggir það yfirleitt að því að það sem þarf að fjármagna muni kosta eitthvað. Þannig er augljóst að þarf ekki að fjármagna aðgerðina sérstaklega ef hún er kostnaðarlaus.
Aftur á móti mætti þá að sama skapi benda á að síðan tekin var ákvörðun um það haustið 2008 að taka ekki verðbólguna úr sambandi og velta þess í stað fleiri hundruð milljarða skuldum á heimilin til að vernda fjármagnseigendur, hefur aldrei legið fyrir hvernig eigi að fjármagna þá efnahagsaðgerð.
Það er betur heima setið en af stað farið ef efnahagsleg kollsteypa í formi verðbólgu verði afleiðingin.
Þá geturðu verið fullkomlega rólegur. Ekkert slíkt stendur til svo vitað sé.
Það eru aðallega andstæðingar hugmyndarinnar sem hafa reynt að ósekju að halda fram óðaverðbólgukenningu, að því er virðist í þeim tilgangi að níða fyrirfram niður þær leiðréttingar fyrir heimilin sem standa nú fyrir dyrum.
Slíkt drullumall verður ekki til mannorðsbætis þeirra sem það stunda.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2013 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.