ESB-sinnar skrifa skýrslu um ESB-umsóknina

Baldur Þórhallsson fyrrum varaþingmaður Samfylkingar, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og yfirlýstur ESB-sinni og Jón Steindór Valdimarsson talsmaður ESB-sinna eru allir í stjórn Alþjóðmálastofnunar, sem fær það hlutverk af aðilum vinnumarkaðarins að skrifa skýrslu um ESB-umsókn Samfylkingar.

Skýrslan er fyrirfram ómarktæk enda unnin af hlutdrægum aðila, Alþjóðamálastofnun, sem staðið hefur fyrir markvissum áróðri fyrir ESB-umsókninni undanfarin ár.

Aðilar vinnumarkaðarins velja áframhaldandi skotgrafahernað í umræðunni um Evrópumál. Það hentar andstæðingum ESB-aðildar ágætlega enda sigra þeir sérhverja orrustu sem háð er á þeim vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað skildu þeir endast lengi í skot-gröfinni,alltaf með sama runkarann,með sama púðrið,fretandi í sömu áttina. Þetta er orðið leiðigjarnt en hættulaust,því er lag að ganga bara beint aftan að þeim og hirða af þeim stríðs,tólin.

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2013 kl. 22:33

2 Smámynd: rhansen

þetta er nu auma liðið ,vona að Gunnar Bragi hyrði af þeim "tólin" ...hann hefur valdið  !!

rhansen, 24.11.2013 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband