Föstudagur, 22. nóvember 2013
Auglýsing mátar ASÍ
Sjónvarpsauglýsing Samtaka atvinnulífsins um að verðbólga étur upp kauphækkanir, sem ekki er innistæða fyrir, slær öll vopn úr hendi Alþýðusambands Íslands. Viðbrögð ASÍ eru átakanlega veik og gera ekki annað en að staðfesta boðskap auglýsingarinnar. Hér er kjarninn úr yfirlýsingu ASÍ
Samtök atvinnulífsins skauta algerlega framhjá þeirri augljósu staðreynd að hér á landi er í umferð veikur gjaldmiðill sem fellur reglulega með braki og brestum svo ekki sé talað um hrun krónunnar fyrir 5 árum.
Og hvers vegna fellur krónan reglulega? Jú, vegna þess að ASÍ þvingar fram kauphækkanir sem ekki er innistæða fyrir.
ASÍ ber ábyrgð á reglulegri dýfu krónunnar og þeirri verðbólgu sem fylgir í kjölfarið.
Athugasemdir
Meginástæðan fyrir falli krónunnar á árunum 2007-2010 voru ekki óhóflegar kauphækkanir, heldur eftirspurnarþurrð eftir krónum vegna þess að Seðlabankinn hélt uppi fölsku gengi gjaldmiðilsins með háum vöxtum undir því yfirskyni að það væri leið til að slá á verðbólgu. Það kom í ljós að það var engin innstæða í hagkerfinu fyrir þessu, enda virkuðu vaxtahækkanir seðlabankans aldrei því svo stór hluti peningakerfisins kom að utan á allt öðrum vaxtakjörum, auk þess sem svo stór hluti innlenda hagkerfisins er verðtryggður og "hlýðir" því afar illa stýrivöxtum. Gjaldmiðillinn er fyrst og fremst veikur vegna utanaðkomandi áhrifa og afar lélegrar peningastefnu síðustu 40 árin.
Halldór Þormar Halldórsson, 22.11.2013 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.