Eignafólkið fær mest í skuldaniðurfellingu

Óreiðufólk með stórar eignir fær mest ef skuldaniðurfelling Framsóknarflokksins verður að veruleika.

Innbyggt í allar hugmyndir um skuldaniðurfellingu vegna ,,forsendubrests" við hrun er óréttlætið sem felst í því að ofurskuldsett stóreignafólk fær mest en varkárir launþegar minnst og því minna sem þeir voru varkárari og lægra launaðir.

Skuldaniðurfelling eykur efnahagslegt órétti og hvetur til áhættusækni með því að verðlauna þá sem tóku fasteignalán til að fjármagna neyslu.

Skuldaniðurfelling er heimskasta hugmyndin eftir hrun - án tillits til þess hvernig hún verður útfærð.


mbl.is Bíða verði eftir tillögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er meiri helvítis þvælan Páll. Þeir sem urðu fyrir mesta skaðanum - fá bætur í samræmi við skaðann.

Svipað og í jarðskjálfta - að þeir  fáu "hæstu" bæturnar þar sem tjónið var mest...

Hver í andskoanum er að "græða" ? 

Kristinn Pétursson, 20.11.2013 kl. 18:24

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það er ekki verið að fella niður skuldir.

Er ekki verið að skila ránsfeng?

Kreppu, verðbólgu, verðhjöðnunar fléttan

Ef „KREPPUFLÉTTAN“ var hönnuð til að ná eignum fólksins,

er þá ekki rétt að láta dómstóla skera úr um hvort „KREPPUFLÉTTAN“ sé lögleg?

Tjónþoli og tjónvaldur

Tjónþoli er fólkið og tjónvaldur er fjármálakerfið.  

Er ekki rétt að tala íslensku?

Egilsstaðir, 20.11.2013

Jónas Gunnlaugsson, 20.11.2013 kl. 18:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er leitt hvað þú þekkir þetta mál illa Páll, eða vilt ekki skilja.

Fyrir það fyrsta eru það einmitt óreiðufólkið sem þú kallar, það fólk sem eitthvað naut af aðgerðum fyrri ríkisstjórnar, þegar átti að hjálpa þeim sem mestrar hjálpar var talin þurfa. Sú hjálp dugði þó skammt og flestir sem fengu þá aðstoð komnir í sama farið aftur, eða verra. Þær aðgerðir voru samdar af fjármálakerfinu fyrir fjármálakerfið, gerði bönkum kleyft að rukka fólk örlítið lengur.

Það eru aftur hinir sem varlegar fóru sem munu njóta mest af almennri niðurfærslu, fólk sem átti nokkurn hlut í sinni íbúð og skuldaði ekki meira en svo að það réði vel við sína skuldabirgði. Nú situr þetta fólk uppi eignalaust og með skuldbindingu sem er að vaxa því um höfuð.

Svo gleymist alltaf í þessari umræðu að ekki er um fjármagnsflutninga að ræða, nema í litlum mæli. Stæðsti hlutinn er einföld lækkun höfuðstóls, sem mun vissulega minnka bókhaldslega eign bankanna en að sama skapi skila lánþegum til baka hlut þess eignabruna sem orðinn er. Það mun því sáralítið fjármagn fara í umferð vegna þessara leiðréttingar, en kannski munu einhverjir hafa úr meiru að spila. Flestir þurfa þó að nýta þann slaka til að vinna upp uppsafnaðann vanda á öðrum sviðum.

Í raun munu þessar tillögur, ef þær hljóða upp á tæpa 200 milljarða, eins og hefur heyrst, skipta eignarbruna einstaklinga til helminga, milli þeirra og bankanna. Þá væri í raun verið að færa verðtryggð lán á sama grunn og ef um lán með föstum vöxtum hefði verið að ræða. Þ.e. að sá sem hafði verðtryggt lán gegnum hrunið og eftirár þess standi nokkurnveginn í sömu sporum og sá sem var svo heppinn að geta kríjað út úr banka óverðtryggt vaxtalán yfir sama tímabil.

Það er því ekki verið að fara fram á mikið.

Rök þín um að eignafólkið fái mest standast ekki. Þetta eru falsrök þeirra sem ekki vilja hjálpa fólkinu í landinu, rök fjármagnsaflanna.

En vissulega hefur eignafólkið fengið mikið fram til þessa. Hér fyrir ofan nefni ég svokallaðar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar, þar sem þeir sem óvarlegast fóru fengu mest. En til viðbótar má nefna að eigendur fyrirtækja þessa lands hafa fengið nokkur þúsund milljarða í afskriftir og af þeirri upphæð hefur a.m.k. 700 milljarðar fallið í hlut verslunar og þjónustu. Þarna var ekki um neina leiðréttingu að ræða, einungis hrein niðurfelling skulda. Þetta eru samkvæmt upplýsingum frá SA.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að ríkissjóður lagði fram af fé landsmanna um 400 milljarða til endurreisnar bankakerfinu, fyrst eftir hrun. Miðað við þann hagnað sem þeir hafa síðan sýnt, væri ekki óeðlilegt að þeir skiluðu einhverju af því fé aftur. Það hvarflar þó ekki að þeim, heldur eru laun þeirra sem hæðst sitja þar hækkuð úr hófi fram.

Lífeyrissjóðirnir töpuðu 500 milljörðum í bankahruninu, sem að stæðstum hluta má rekja til þess að atvinnurekendur höfðu tögl og haldir í stjórnum þeirra og lánuðu sjálfum sér ótæpilega. Þetta hefur valdið því að skerða hefur þurft lífeyri til sjóðsfélaga um 150 milljarða frá hruni, eða sem svarar þeirri upphæð sem sjóðirnir töpuðu á braski Bakkabræðra.

Svona væri lengi hægt að telja og ljóst að leiðrétting höfuðstóls lána upp á tæpa 200 milljarða eru smáaurar í þessu dæmi öllu. Þá væri skilað til baka tæpum 200 milljörðum af þeim rúmu 400 milljörðum sem verðtryggð lán heimila hafa hækkað frá hruni. Lánþegar tækju hina rúmlega 200 milljarða á sig.

Eins og áður segir væri stæðsti hluti þeirrar upphæðar einungis bókhaldsleg. Litlar fjárhæður færu út í hagkerfið. Eign bankanna myndi vissulega minnka, en tekjurnar aftur sáralítið og þá til langs tíma. Jafnvel mætti hugsa sér að samtvinna leiðréttinguna við afnám verðtryggingar og endurnýja verðtryggðu lánin með vaxtalánum. Þá myndu tekjur bankanna ekkert minnka fyrst í stað.

Það er staðreynd að allir íslendingar urðu fyrir tjóni vegna hrunsins. Allir hafa þurft að taka á sig skerðingar. En lánþegar urðu fyrir eignamissi að auki og lánin þeirra stökkbreyttust. Það er því vandséð hvernig hægt er að túlka það sem misrétti þó helmingur þeiss skell sé leiðréttur. Eftir sem áður þurfa þeir að bera sömu byrgðar og aðrir, en að auki helming þess skells sem lánin urðu fyrir og helming þeiss eignataps sem það hefur orðið fyrir. Því mun þessi aðgerð einungis létta hluta þess skell sem lánþegar urðu fyrir umfram aðra.

Það er ekki lánþegum að kenna hvernig fór. Sú sök liggur hjá þeim sem þegar hafa fengið þúsundir milljarða af skuldum fellda niður. Kannski þú ættir að skoða það mál frekar og rita nokkra pistla um það.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2013 kl. 20:50

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hverja var auðveldast að bankahlekkja, til að hengja sig og sínar fjölskyldur í boði falslánshæfismats-bankabrjálaða liðsins vanhæfa/ábyrgðarlausa?

Að sjálfsögðu þá sem ekki höfðu aðgang að mafíureknum lögfræðingum, og fengu ekki viðunandi "velferðar"vernd og grunnskólakennslu.

Þeir kölluðu þessar bankabrellu-blekkingar tæra snilld!!!

Umboðsmaður skuldara var feitasti bitinn á fjósbitanum hjá lögfræðingamafíunni dómstóla og bankaræningjastýrðu!

Heimóttarskapur sumra trúgjarnra og RÚV-heilaþveginna er sorglegur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.11.2013 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband