Miðvikudagur, 20. nóvember 2013
Jafnaðarmaður styður skuldalækkun óreiðufólks
Sjúkrahús eru að hrynja að innan vegna fjárskorts. Framhaldsskólar hanga á horriminni. Í landinu er ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta skuldir óreiðufólks frá tímabilinu 2006 til 2008 þegar margir hverjir tóku fasteignalán til að fjármagna neyslu.
Það er einfaldlega ekki heil brú í þeirri hugsun að svelta hornsteina samfélagsins, heilbrigði og menntun, en moka á sama tíma peningum til óreiðufólks.
Enn furðulegra er að menn sem kenna sig við jafnaðarstefnu, Stefán Ólafsson til dæmis, skuli tala fyrir skuldaniðurfellingu til óreiðufólks.
Stefnir í hallarekstur allra framhaldsskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert nú meiri bullarinn, Palli einn í heiminum !
Már Elíson, 20.11.2013 kl. 11:50
Sorgleg þröngsýni!
Kjartan Sigurgeirsson, 20.11.2013 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.