Sunnudagur, 17. nóvember 2013
Guðni fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýnir veikan og áttavilltan flokk sem hvorki gerir upp almennilega við undanlátssemi gagnvart vinstriflokkunum né tekur af skarið um framtíðaráherslur. Kerfiskarl er ekki uppskriftin að framtíðarsýn fyrir höfuðborgina.
Framsóknarflokkurinn er sá borgaralegi flokkur sem ætti að njóta góðs af löskuðum Sjálfstæðisflokki. Guðni Ágústsson fyrrum formaður flokksins er ákjósanlegur frambjóðandi.
Það er eftirspurn eftir lifandi karakterum í borgarstjórnarpólitík og Guðni fyllir vel út í þann ramma. Reykjavík er í sárum eftir útrás og hrun, en hvorttveggja eru höfuðborgarmein, og rétt og skylt af landsbyggðarflokknum að rétta borginni hjálparhönd á neyðarstundu.
Guðni Ágústsson er maðurinn til að verða næsti borgarstjóri í Reykjavík.
Halldór oddviti sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðni er óneitanlega glæsilegur valkostur og myndi klárlega tryggja Framsókn einhverja borgarfulltrúa, en ég kysi þó hvenær sem er "tugthúslimin" Ómar Ragnarsson, með samrýmda hugsjóna fylkingu á borð við Flokk Heimilana, sér að baki.
Jónatan Karlsson, 17.11.2013 kl. 10:58
3.3% flokkurinn með eftirlaunaþega úr sveitinni í framboð. Það er nú ekki hægt að hæla þessum pistlahöfundi fyrir næmt pólitískt nef.
Jón Ingi Cæsarsson, 17.11.2013 kl. 14:01
Já. slæmt er ástandið orðið þegar mönnum dettur helst í hug í örvæntingu að kalla til þá sem sest hafa á sinn helga pólitíska stein og vænta þess að þeir bjargi því sem bjargað verður. Hið pólitíska landslag í Borginni er gjörbreytt og það gamla kemur aldrei til baka.
Sævar Helgason, 17.11.2013 kl. 15:13
Eftirspurn eftir „lifandi karakterum," já. Er hugmyndin semsagt að Guðni Ágústsson verði hinn nýji Jón Gnarr?
Eins og Jón Ingi bendir á mælist Framsóknarflokkurinn með 3,3% fylgi. Guðni hefur áreiðanlega gott sjálfsálit, en við skulum vona hans vegna að hann taki þessu kalli á hjálp sem dæmi um íslenska fyndni.
Wilhelm Emilsson, 18.11.2013 kl. 02:13
Guðni myndi rúlla þessu upp
Sigurður Þórðarson, 19.11.2013 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.