Björn Valur: Össur er pólitískur hórkarl

Björn Valur Gíslason bloggar:

Hvað sem því líður þá vona ég að félagi minn Össur Skarphéðinsson komist á fótunum úr þessum leiðangri. Það yrðu dapurleg örlög þessa skemmtilega stjórnmálamanns að daga uppi sem pólitískur hórkarl.

Blogg Björns Vals er með þeim einkennum að stundum skrifar það sjómaðurinn (fábrotinn texti með villum) og stundum æðri máttarvöld (einhver sem kann íslensku).

Tilvitnað blogg er skrifað af æðri máttarvöldum, eins og allir mega sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Og af hverjum er þessi bloggfærsla þín skrifuð, Páll? „Æðri máttarvöldum" kannski? . . . En í alvöru, hvað ertu að meina?

Wilhelm Emilsson, 16.11.2013 kl. 21:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er alkunna að löngum hafa blaðamenn notað líkingamál í skrifum sínum um stjórnmál. Oftast líkt flokkum sem daðrandi einstaklingi við maddömur eða pilsvarga. Greinilegt er að stjórnmálamenn gera þetta líka,og er oft virkilega spaugilegt.En greina má ergelsi hjá Birni Vali,yfir grein Össurar í Mbl.þar sem hann allt að því játar yfirsjón sína í Landsdómsmálinu,ef það er ekki að gefa undir fótinn!!! Er nema von að Björn finni sárt til með ,félaga, sínum og rétt eins og særður kokkáll hreyti ærður í hann fúkyrðum.

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2013 kl. 03:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gat verið,skal vera særður kokkálaður.

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2013 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband