Laugardagur, 16. nóvember 2013
ESB-sinnar styðja Króatíu
Heimssýn, sem á montréttinni í utanríkispólitískri umræðu enda kaffært ESB-sinna undanfarin ár, gerði sér mat úr landsleikjatvennunni við Króatíu. Svona samanburðaræfingar eru iðulega gerðar í samhengi við landsleiki.
Pælingar Heimssýnar um dapurlega útkomu Króatíu í aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið var meira en sumir ESB-sinnar þoldu. Egill Helgason setti inn færslu og bauð þeim sem eru ,,virkir í athugasemdum" að fylgja eftir með rætum athugasemdum, - sem þeir og gerðu. Einn snillingurinn segir ,,Rökhugsun og Heimssýn hafa ekki sama lögheimili."
Agli er bent á að færsla Heimssýnar sé meira til gamans gerð en að um sé að ræða ítarlega pólitíska analísu. Egill svarar: ,,Þetta er ekki grín - þetta er heimska. Munur þar á."
ESB-sinnar þrífast á því viðhorfi að Ísland sé ónýtt. Þegar Íslendingum gengur vel, á hvaða vettvangi sem er, verður málstaður ESB-sinna fyrir hnjaski. Það er skýringin á ónotum ESB-sinna í garð bloggæfingar Heimssýnar um fótboltaleikinn við Króatíu.
Athugasemdir
Ég held að enginn þjóðfélagsþegn í nokkru öðru ríki kappkosti að niðurníða og rakka niður land sitt og þjóð, en þessir ESB sinnar, svo hlakkar í þeim þegar á móti blæs, bara til að geta sagt; I told you so. Þetta er einhvernveginn svo aumkvunarvert, að vilja vera eins og stóri bróðir og fela sig undir þeim pilsfaldi, sem þeim finnst vera ómissandi. Vona að fólk fari að átta sig á því að það eru einmitt ESB sinnar sem eru hallærislegir undirnótar og valdasleikjur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2013 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.