Samfylkingin er prinsipplaus flokkur

Samfylkingin stundaði atkvæðahönnun í afgreiðslu landsdómsmálsins á alþingi. Þingflokkurinn kom málum svo fyrir að aðeins Geir H. Haarde var látinn svara ekki saka. Ekki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem fyrir hönd Samfylkingar stýrði helftinni af hrunstjórninni. Og ekki heldur svöruðu til saka Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni Mathisen fjármálaráðherra.

Samfylkingin var stærsti þingflokkurinn á síðasta kjörtímabili og var með í hendi sér hvernig farið með niðurstöðu Atla-nefndarinnar. Í málinu voru aðeins tveir raunhæfir kostir. Í fyrsta lagi að ákæra alla fjóra, eins og VG vildi, og í öðru lagi að ákæra engan, eins og Sjálfstæðisflokkurinn barðist fyrir.

Samfylkingin hagaði málum þannig að Geir H. Haarde var einn ákærður. Þessi aðgerð þingflokks Samfylkingar var einelti en ekki pólitík. 


mbl.is Málið stórskaðaði flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hafi jötukratar ævarandi skömm fyrir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.11.2013 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband