Föstudagur, 15. nóvember 2013
ESB: svín fyrir fisk - hvað fæst í Bónus og Krónunni?
Í Evrópusambandinu er auðvelt að svindla á matvörumarkaði. Síðast var það hrossakjöt í stað nautakjöts og núna þarmar úr svíni í stað fiskhringja. Evrópuþingið hringir aðvörunarbjöllum og stóru þýsku fjölmiðlarnir, Die Welt og Spiegel, slá málinu upp.
Á Íslandi er það að frétta að Samtök verslunar og þjónustu berjast fyrir því að flytja inn ferskt kjöt frá Evrópusambandinu.
Ef svindl er jafn útbreitt og umræðan í Evrópusambandinu gefur til kynna er nákvæmlega ekkert að marka upprunavottorð, heilbrigðisvottorð og tegundarvottorð matvælaframleiðslunnar í ESB.
Athugasemdir
Aðveldara að koma fíl gegnum nálarauga,heldur en matvörum upprunnum í Esb-löndum í gegnum skrárgatið íslenska>Mats.
Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2013 kl. 18:15
Auðveldara að koma fíl,osfrv.
Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2013 kl. 18:17
Var inn í Bónus áðan, í kjötdeildinni og sá þar mann sem ég þekki ágætlega, hann stóð með nautahakks bakka sitt í hvorri hendi og glotti við tönn. Ég snéri mér að honum og spurði hvað kætir þitt geð?
Hann sýndi mér þessa tvo bakka sem hann var með, sjáðu sagði hann, hér er íslenskt nautakjöt og hér er annar pakki, þú sérð að hvor tveggja er alveg marþýtt.
Já sagði ég ég sé það, svo benti hann mér að neðanmáls skrift á öðrum kjötbakkanum, þar stóð upprunaland Spánn. Eftir því sem ég best veit, sagði hann, þá er innflutningur á þýðu kjöti bannaður hér, svo þessi bakki hefur verið innfluttur frosin og síðan þýddur upp.
Og nú spyr ég, er ekkert eftirlit með því hverslags innflutningur er meðhöndlaður. Mér var svo sagt í dag að öll kjúklingabú á Íslandi flytji inn kjúklinga erlendis frá pakki þeim svo eins og um íslenskt kjúklingakjöt væri að ræða.
Og nú spyr ég; er þetta tillfellið og hvar er þá eftirlitið? Hvernig eigum við að verjast því að hér sé verið að flytja inn salmonellasmitjað kjöt, og hvernær erum við að kaupa íslenska framleiðslu. Ég vil fá að vita uppruna þess mats sem ég er að kaupa og eta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2013 kl. 19:10
Er Bónus á ísafirði,? Ég sting upp á að Neytendasamtökin semji við rannsóknarstofu matvæla og maður geti farið þangað með sýnishorn sem er þá greinilega merkt hvar keypt er og hvenær.-- En þá þarf það að vera út um allt land,ekki höfum við efni á því Ásthildur mín. Gott hjá þér að fylgjast með.
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2013 kl. 01:15
Við viljum bara íslenskt svindl, iðnaðarsalt og sojakjöt!
Jón Ragnarsson, 16.11.2013 kl. 01:16
Þá væri hægt að flytja inn asnakjöt frá ESB ...
Kristinn Pétursson, 16.11.2013 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.