Föstudagur, 15. nóvember 2013
Arabíska vorið, lýðræði og mistækir böðlar
Vesturlönd standa ráðþrota gagnvart óöldinni í Sýrlandi. Valið stendur um einræði Assad-fjölskyldunnar annars vegar og hins vegar sundurleitan hóp uppreisnarmanna sem hafa innanborðs herskáa öfgamenn.
Arabíska vorið var heiti á uppreisnum gegn yfirvöldum í Egyptalandi, Túnis, Líbýu, Bahrain og Sýrlandi. Vestrænir fjölmiðlar héldu fram kröfum almennings um lýðræði og mannréttindi. En það var ekki einu sinni hálf sagan.
Lýðræði er arabaheiminum framandi hugtak. Eftir krossferðirnar urðu Evrópa og Mið-Austurlönd viðskila og þróuðu með sér hvort sína stjórnmálamenninguna.
Harla litlar líkur eru á að þegar loks kemst á friður í Sýrlandi verði hann undir formerkjum vestræns lýðræðis. Áðurn er yfir lýkur verða býsna margir höfðinu styttri, bæði fyrir mistök og ásetning.
Afhöfðaður fyrir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.