Föstudagur, 15. nóvember 2013
Kaupþingsmenn búast við refsidómi
Al-Thani málið er þannig vaxið að ekki er spurning um sekt, aðeins hve alvarleg brotin eru. Fléttan með Al-Thani var skipulögð og framkvæmd með því augnamiði að blekkja fólk til að trúa því að eftirspurn væri eftir hlutabréfum í Kaupþingi þegar bankinn var í reynd gjaldþrota.
Þegar lögfræðingur eins sakborninganna talar um að ,,krafa samtímans um makleg málagjöld er óvægin" er það óbein viðurkenning á sekt Kaupþingsmanna. Orðin vísa í vörn gagnvart almenningsálitinu en ekki í máli héraðsdómi.
Orð lögfræðingsins eru upphafsstefið í almannatenglavörn Kaupþingsmanna um að þeir hafi verið fórnarlömb kringumstæðna.
Krafan um makleg málagjöld óvægin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú þetta með þessi ,,maklegu,, geta þau nokkurntíma verið annað en réttmæt,? Verjandi biður menn að hugsa til þess að skjólstæðingur sinn hafi reynt að treysta stoðir bankans í ólgusjó hrunsins.- Sem sagt hugsunin var ekki alfarið um eigin hag,heldur okkar sem áttu eitthvað undir. Væri því etv.sanngjarnt að milda dóminn? Það hlýtur að taka á,að setja sig í hugsanagang brotamanna,finna þeim eitthvað til málsvarnar,--Nei,ég er ekki dómari,!!
Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2013 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.