Þjóðverjum refsað fyrir dugnaðinn

Evrópusambandið telur Þjóðverja of duglega útflutningsþjóð og íhugar refsiaðgerðir. Útflutningur Þjóðverja bitnar á öðrum evru-þjóðum sem ekki eru eins duglegar og sitja uppi með neikvæð vöruskipti.

Dagblaðið Bild líkir aðgerðum ESB við að krefjast þess að knattspyrnuliðið Bayern München sitji yfir eina umferð til að jafna stöðuna í deildinni. Spiegel ræðir þrjár helstu aðferðirnar til að breyta vöruskiptajöfnuði Þýskalands úr jákvæðum í neikvæðan: launahækkanir, skattalækkun og fjárfestingar. Niðurstaðan er að þessar breytur munu ekki hjálpa skuldugum evru-ríkjum að ná tökum á fjármálum sínum.

Meira þarf til og þetta meira er andstyggð í augum Þjóðverja. Seðlabanki Evrópu hyggst búa til verðbólgu með því að prenta evrur handa gjaldþrota Suður-Evrópu. Þá mun heyrast hljóð úr horni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband