Einn gjaldmiðill, mörg hagkerfi - virkar ekki

Í Suður-Evrópu er Þjóðverjum kennt um ófarir hagkerfis jaðarríkja evru-svæðisins þar sem atvinnuleysi hleypur á tugum prósenta, hagvöxtur er enginn og samfélagsleg upplausn blasir við. Þjóðverjar, á hinn bóginn, líta svo á að hagstjórn Seðlabanka Evrópu taki mið af óreiðuríkjum sunnar í álfunni og Þýskaland sitji uppi með kostnaðinn.

Jeremy Warner í Telegreph segir fjarska erfitt fyrir seðlabanka þjóðríkis að marka stefnu fyrir efnahagsbúskapinn enda að snúið að sigla milli skers og báru helstu efnahagsþátta. Fyrir Seðlabanka Evrópu, segir Warner, sem mótar fjármálastefnu fyrir 17 hagkerfi er niðurstaðan fyrirfram ómöguleg fyrir sum þeirra. Tíu ára reynsla af evru staðfestir þetta.

Á meðan hvert þjóðríki rekur sitt hagkerfi er óhugsandi að einn og sami gjaldmiðillinn geti virkað fyrir öll hagkerfin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband