Pólitík sparnaðar og yfirvofandi hagbrjálun

Tillögur hagræðingarhópsins eru margar þegar komnar í vinnslu, segir T24. Ef ríkisstjórninni tekst að halda þessum dampi og skila hallalausum fjárlögum vinnur hún þrekvirki. Að því gefnu, auðvitað, rekstarsparnaður á einum stað birtist sem útgjöld á öðrum stað, eins og stundum vill verða hjá hinu opinbera.

Pólitík sparnaðar helst í hendur við stöðugleika og hægan en öruggan efnahagsbata. Á þeim grunni er hægt að byggja borgaralega ríkisstjórn næstu kjörtímabil.

Á hinn bóginn eru blikur á lofti. Yfirvofandi er efnahagsaðgerð sem á að hrúga peningum til þeirra sem urðu fyrir svokölluðum forsendubresti í hruni. Hætt er við að slík allsherjaraðgerð á hæpnum forsendum muni kollvarpa sparnaðarpólitíkinni og leiða til ófyrirséðrar hagbrjálunar.

 


mbl.is Hagræða í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Var ekki meira afrek að ná hallanum úr hundruðu miljarða niiður þó í þetta og hverjar verða félagslegurfórnirnar ekki láta strákarnir auðuga útgerðamenn borg það er á tæru

Guðmundur Ingólfsson, 11.11.2013 kl. 19:25

2 Smámynd: Örn Johnson

Páll, fór það algjörlega fram hjá þér að samkv. dómum féllu fjölmargar kröfur niður um hundruð milljarða án þess að "að kollvarpa sparnaðarpólitíkinni og leiða til ófyrirséðrar hagbrjálunnar" né aukinnar verðbólgu. Útskýrðu hversvegna það gerðist, takk!

Örn Johnson, 11.11.2013 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband