Einn gjaldmiðill, eitt ríki - en enginn foringi

Evran er tilraunaverkefni í pólitískri hagfræði. Tilraunin mun aðeins ganga upp ef ríkin 17 sem eiga evru að lögeyri stíga skrefið til fulls og mynda sambandsríki. Alan Greenspan er enn einn hagfræðingurinn sem tekur undir þessu augljósu sannindi.

Í viðtalinu við Die Welt er Greenspan ekki trúaður á sambandsríki Evrópu. Til þess kann hann of mikið í pólitík.

Ríkin 17 sem mynda evru-svæðið eru í bandalagi með öðrum tíu í Evrópusambandinu. Kreppan á evru-svæðinu er slík að þjóðir með sitt á hreinu, t.d. Danir, Bretar, Svíar og Pólverjar, láta sér ekki til hugar koma að taka upp evru í fyrirsjáanlegri framtíð.

Staðan er þessi: annað tveggja reyna evru-ríkin 17 að smíða ríkisvald utan um gjaldmiðilinn og þá án Dana, Breta, Svía og Pólverja eða evru-verkefnið verður aflagt með skipulögðum hætti. Þriðji kosturinn er að evru-samstarfið springi með hávaða og látum.

Af þessum þrem kostum er sá fyrsti ólíklegastur; að evru-ríkin 17 sameinist um sambandsríki. Foringjann vantar.


mbl.is Evran lifir ekki af án eins ríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta hefur legið fyrir frá fyrstu tíð, forkólfarnir hafa hinsvegar reynt að fela þessa staðreynd, og átti örugglega að gera alla leið, uns alræðisríkið yrði staðreynd. En þá koma svona karlar sem geta ekki þagað..... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2013 kl. 14:26

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Satt, Páll. Nú þegar Frakkar berjast á götunum vegna grænna skatta sem þeir vilja eðlilega ekki greiða þegar allt riðar til falls, hvernig heldur þú að þeir tækju því að Kanslari Þýskalands hlutaðist til um niðurskurð í næstu fjárlögum Frakklands? Þannig á nýja kerfið að vera.

Hin ESB- löndin, eins og Bretland, Svíþjóð og Danmörg með sína gjaldmiðla ætla ekki að verða undir þetta ofríki settir. Þetta er augljós sprengja.

Ívar Pálsson, 10.11.2013 kl. 17:12

3 Smámynd: Orri Ólafur Magnússon

"Þjóðir með sitt á hreinu, t.d. Danir, Bretar .. o. s.f.v. "   Danska krónan er beint tengd evrunni og þannig beinlínis háð hinum € - ríkjunum.  Danmörk er í rauninni - de facto -  hluti  af erusvæðinu, ekki ósvipað svissneska frankanum, þótt  Sviss standi utan  EU.  Hvað varðar Bretland og efnahag þessa fyrrverandi heimsveldis, þá eru flestir sammála um að hann standi  höllum fæti, lítil iðnaðarframleiðsla, mikið atvinnuleysi og fátækt,  aftur á móti óheilbrigð og flöktandi þensla í fjármálageiranum - grein sem einungis örfáir Bretar njóta góðs af.   Breskir atvinnurekendur hafa áttað sig á því að þeir eru algjörlega háðir evrópska meginlandinu og leggjast  því eindregið gegn úrsögn UK úr ESB enda stæði eyjan þá einöngruð og bjargarlaus á köldum klaka.     

Orri Ólafur Magnússon, 10.11.2013 kl. 22:47

4 Smámynd: Gunnar Magnússon

Þetta er að mínu mati allt í hnút. Hvorki hægt að fara aftur á bak né áfram. Upptaka evrunnar var strax í upphafi hengingaról sem var sett á öll ESB ríkin. Á endanum hrynur þetta allt saman. Ég veðja á þriðja kostinn.

Svo á hinum enda snörunnar er reglugerðarfarganið og embættismannaelítan.

Gunnar Magnússon, 10.11.2013 kl. 23:24

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Dönum dettur ekki í hug að fórna Dönsku krónunni, Svíar ekki sinni sænsku og Bretar ekki pundinu. Ástæðan er raunverulegt sjálfstæði þessarra þjóða. Þótt Danir tengi gengi DKK Evrunni (innan marka) þá halda þeir ákvörðunarrétti sínum og geta hvenær sem er klippt á þessa snúru þegar Evrufleyið sekkur. Svíar nýttu sína Sænsku krónu til hagsældar út úr kreppu og ætla sannarlega ekki að skipta núna, það liggur fyrir.

Fjórðungur þjóðaframleiðslu Breta er bankabisniss, sem háður er Sterlingspundinu. Þetta fylgir að í gegnum þykkt og þunnt. Breskur stjórnmálamaður fremdi pólitískt sjálfsmorð ef hann styngi umm á Evrunni þar núna.

Ívar Pálsson, 11.11.2013 kl. 00:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í umræðunni í Austurríki má heyra að það hvarflar ekki að þeim að láta sjálfstæðis sitt í hendur Brussel.  Svo það er ljóst að þeir munu ekki samþykkja frekari samruna. Og eru þeir þó með ríkari þjóðum í sambandinu.  Þeim svíður mest eftir því sem þeir segja að greiða hærri skatta til að standa undir framfærslu suðurevrópu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2013 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband