Laugardagur, 9. nóvember 2013
Fasismi Þorsteins Pálssonar
Þorsteinn Pálsson sér glitta í fasisma í Framsóknarflokknum og fyrir það tekur Stefán Ólafsson Þorstein til bæna. Þorsteinn þekkir illa til íslenskrar stjórnmálasögu þegar hann tjargar framsóknarmenn upp úr fasisma. Þeir trúðu Hitler til góðra verka fyrir miðja síðustu öld urðu síðar áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum.
Þorsteini er nokkur vorkunn. Hann tilheyrir samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins sem á þó ósk heitasta að ESB-sinnuð stjórn S-flokkanna nái völdum á Íslandi.
Samfylking fékk 12,9 prósent fylgi í vor. Í Sjálfstæðisflokknum er öruggur meirihluti fyrir fullvalda Íslandi utan Evrópusambandsins. Þorsteini Pálssyni er hreinlega um megn að horfast í augu við pólitískar staðreyndir. Þess vegna sér hann fasisma í Framsóknarflokknum.
Athugasemdir
Auðvitað. Fasismi er miðja íslenskra stjórnmála.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2013 kl. 17:25
Er ekki rett að hvíla svona innihaldslausar upphrópanir. Hvað er fasismi?
Samkvæmt skilgreiningu Mussolini, sem kalla má föður þessarar stjornarstefnu, þá er fasismi samruni og samvinna stórfyrirtækja og fjármalaafla og hins opinbera. Corporativismi eins og þetta hét upphaflega hjá Ítalska mikilmennskubrjálæðingnum. Þetta er að sjálfsögðu andstætt hagsmunum og vilja lítilmagnans svo eina leiðin til að viðhalda skipaninni er með ofbeldi, lögreglu og hervaldi.
Í slíku þjóðskipulagi eru það hagsmunir stórfyrirtækja og peningaafla sem ráða ákvörðunum ríkisvaldsins en ekki vilji og þarfir fólksins. Ekki ósvipað og í USA í dag.
Ef framsokn eða einhver önnur pólitísk samtök falla undir þessa skilgreiningu, þá eru þau fasísk. Nú ákveður þú hvað satt er.
Sleppum gæsagangi, útrymingarbúðum og heimsvaldastefnu. Það er afurð stefnunnar en ekki eðli.
Ligur samúð framsóknar hjá þeim sem hafa eða hafa ekki? Misnota þeir ríkisvaldið og traustið til að hygla hinum fyrrnefndu framar hinum síðarnefndu. Ef svo er, þá er Framsóknarflokkurinn fasistaflokkur í eðli sínu og hugmyndafræði.
Þetta vinstra hægri paradigm snýst í orði um alvald og forsjá ríkisins eða alls ekki á hinn bóginn, þegar hvort tveggja snýst um alvald og algera forsjá. Munurinn er bara hverjum til framdráttar það er.
Kannski ættum við að pæla í einhverjum meðalvegi. Hann er til. Það eina sem til þarf eru heiðarlegir fulltrúar, sem vinna í trausti kjósenda en eru ekki á þingi með hulin markmið.
Kannski er það þó bara óræður pípudraumur að það geti orðið að veruleika.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2013 kl. 18:39
Nú er ég ekki að væna íslenska stjórnmálamenn um fasisma, en ég væni þá um kjarkleysi og heigulshátt. Storfyrirtæki og fjármálaöfl hafa öll tromp í hendi til að hafa uppi hótanir um að skaða samfélagið ef ekki er látið af vilja þeirra. Umdir þessum þrýstingi liggja stjórnmálamenn þótt þeir viti að slikar kúgunarþreifingar eru ólöglegar og mætti með fyrirbyggjandi hætti skerpa það í lögum.
Að geta ekki staðið í lappirnar gegn þeim öflum er akkilesarhæll pólitíkusa eins og svo kýrskírt kom fram í tíð liðinnar vinstristjórnar. Sama hversu göfug markmið menn setja sér í framboðum og hugsjónum þá bogna þeir allir undir þessum hotunum og kúgunum þeirra sem hafa og vilja meira. Þar er enginn undanskilinn. Þeir eru eins og fíklar, sem háðir eru framlagi þessara hagsmuna.
Ég bíð eftir leiðtoga með lappir að standa í. Mann sem til er í að láta slag standa til og leggja sig og flokk sinn að veði fyrir sanngirni og heiðarleika.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2013 kl. 18:51
Og sá maður á aldrei eftir að koma frá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu eða vinstri grænum og hvað er þá eftir.
Óli Már Guðmundsson, 9.11.2013 kl. 21:41
og síðan hvenær var Stefán Ólafsson "vissi allt"
Rafn Guðmundsson, 9.11.2013 kl. 22:17
Persónulega hafði ég haldið að Birgir og Pétur í Sjálfstæðisflokki og Sigmundur og Vigdís í Framsókn væru 4 af fáum stjórnmálamönnum sem gætu staðið í lappirnar gegn kúgunaröflum.
Elle_, 9.11.2013 kl. 22:19
Það er með Stefán eins og aðra,að tjá sig er réttur sem hann nýtir. Öfugt við ykkur herrar mínir,upplifði ég hersetuna (giska). þÁ komu þessi hugtök,Nasistar,fasistar,bolsivikar alloft fyrir. Mér lék forvitni á að vita hvað þau þýddu og skildist (eins og google) að fasismi hefði þróast sem andsvar gegn Bolsevikum Rússlands. En við erum stödd hér á þessu herrans ári og satt að segja,greini ég harða þjóðernishyggju í mínum gamla heila,sem andsvar (í fyrstu) ,gegn undirlægjuhætti stjórnvalda frá 2009 fyrir fjarmálaöflum,sem tengjast yfirþjóðlega kúgunarvaldi Esb. Er ekki ástandið á landinu kjörið fyrir hugdjarfa leiðtoga,?? -- Menn eða mýs!!!!
Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2013 kl. 23:25
Elle varst ekki komin þegar ég vísa til herrana,en við trúum og vonum að þessi stjórn eigi eftir að sína festu,enda fær hún meiri stuðning með hverri vikunni sem líður.mb.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2013 kl. 23:37
:/
Elle_, 10.11.2013 kl. 00:09
Já, Helga mín, sammála.
Elle_, 10.11.2013 kl. 00:10
æi hvaða flojkj geingu íslenskir nasistar þegar þeir lögðu sig niður flestir fóru í sjálfstæðisflokkin
Kristinn Geir Briem, 10.11.2013 kl. 07:57
Enn eru til miðar í hinstu Íransferð Jóhönnu Kristjónsdóttur: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1326742/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.11.2013 kl. 09:56
Sagði hann ekki þjðóðernispopúlismi? Ef hann hefur sagt það - þá er að lýsing í rétta átt á framsóknarflokki nútímans. Framsóknarflokkurinn núna er að sumu leiti sláandi líkur danska þjóðarflokknum.
Nú, varðandi sjalla fyrri tíma sem hrifust af nasistum og þeirra hugmyndafræði að þá er það náttúrulega vel þekkt.
En fólk verður að hafa í huga, að uppúr 1900 og langt frameftir 20.öld var þvílíka þjóðrembingurinn her uppi í fásinni.
Það var almenn trú meðal innbyggja að íslendingar væru merkilegasti og æðsti stofn Jarðarinnar og hefði sérstkt hlutverk við að leiða mannkynið áfram. (eg er ekki að grínast með þetta. Þetta var svona) Inní þessa stemmingu reyndu svo margir að höfða td. Sjallaflokkur þar sem kjörorðið var, minnir mig, ,,Ísland fyrir íslendinga".
Eins og sagt er ofar verður samt að hafa í huga astandið á Íslandi þennan tíma. Blindur öfgaþjóðrembingur reið svoleiðis húsum að hryllingur var á að líta. M.a. vildu menn hefja ,,mannkynbætur" - bara eins og þegar rollur eru ræktaðar með stýrðu ferli. Það innifól að banna varð sambland útlendinga við hinn frábæra íslenska stofn. Stofninn gæti spillst! Útlendingar voru kallaðir ,,trantaralýður".
Nú, þessu fylgdi auðvitað, eðli máls samkvæmt, að þó íslendingar væri frábærasti stofn glóbalt - þá voru sumar greinar íslenska stofnsins meira frábærar en aðrar. Þessvegna var að útrýma hinum ,,veikari ættkvíslum" innan ættbalksins. (Og eg er ekki að ljúga þessu. Það er óhugnalegt að lesa um öfga-þjóðrembing íslendinga á 20.öld. Óhugnalegt.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2013 kl. 10:01
Þú ert nú meiri flækjufóturinn Ómar Bjarki og átt erfitt með staðreyndir. Sem afkomandi "trantaralýðs", þá get ég upplýst þig Ómar Bjarki, að verstu fordómar í garð útlendinga sem ég hef upplifað hef ég ég mætt hjá vinstri mönnum af góðu skyldleikaræktuðu framsóknarslekti.
Hvað sungu menn ekki í Keflavíkurgöngunum hér um árið:
"Ekki plagar okkar þjóð, vakkfódedillafodædódey, úrkynjun né gamalt blóð, því börnin fæðast brún og létt, með boginn fót og trýnið grett, sem Filippseyjafólkið nett".
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.11.2013 kl. 10:21
Ef þú hefur eitthvað við málflutning ýmissa aðilla að athuga - þá er löng reynsla fyrir því að þá er málflutningur viðkomandi aðila alveg örugglega réttur.
Svo þín orð gera ekkert annað en staðfesta það sem eg segi hér ofar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.11.2013 kl. 10:43
Omar hefur væntanlega verið að lesa ESB styrkt bókarskrif Eiríks Bergmann þar sem hann líkir heimottalegri ættjarðarást og þjóðernisrómantík við fasisma. Nokkuð sem finnst a hverju byggðu bóli.
Hann boðar þar sjálfsafneitun fólks i anda sinnar kaþólsku, supranationalisma sínum til framdráttar.
Idíótinn Ómar í afdölum, Ingjaldsfífl bloggheima, hlakkar að sjálfsögðu yfir slíku. Hann vill byggja aðra hannaða sjálfsmynd og hylla nýjan fána sem blaktir yfir einu sameinuðu ríki og einni þjóð í evrópu. Finnur engan kunnuglegan hljóm í því þarna i fásinninu og innræktuninni þarna á útnáranum.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2013 kl. 11:21
Ef Ómar segir það er það öfugt við raunveruleikann.
Kristinn, það getur alveg verið, en allavega var ég ekki að hæla neinum flokki þó ég hafi traust til nokkurra manna. Það hafði ég líka fyrir nokkrum mönnum í gamla VG. Það má bæta þarna Brynjari, Gunnari Braga, Jóni Gunnarssyni?, Sigurði Inga og öðrum sem ég man ekki eftir í svip við.
Elle_, 10.11.2013 kl. 14:01
þar sem ég er eini kristinn á svæðinu skil ég ekki athugasemdina þó íslenskir nasistar hafi geingið í sjálfstæðisflokkin þá er ég ekki viss um að þeir hafi tekið hugsjónina alvarlega eflaust eru þettað ágætismenn sem þú nemdir einsog ágætis maður faðir össurar skarphéðinssonar sem masseraði um götur bæjarins menn meiga ekki gleima því að leingi vel sáu menn bara uppgangin í þýskalani nasista þegar það var kreppa hér á landi finst það svo sem eingin glæpur að vera nasisti
Kristinn Geir Briem, 10.11.2013 kl. 17:03
OK, kannski misskildi ég þig að ofan.
Elle_, 10.11.2013 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.