Þýsk Stór-Evrópa er hótun

ESB-sinnar í Þýskalandi telja það eitt til bjargar Evrópusambandinu að miðstýrt sambandsríki verði myndað á grunni ESB. Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tekur undir þetta sjónarmið. Sambandsríkið yrði undir þýskri forystu, þótt eflaust yrði það kallað annað en þýsk Stór-Evrópa.

Þessi framtíðarsýn mun ekki ganga eftir. Bretland mun ekki ganga til liðs við Stór-Evrópu og ekki Svíþjóð og heldur ekki Pólland. Ólíklegt er að Danir gæfu færi á allsherjarframsali á fullveld sínu til stórríkis á meginlandinu. Og að Frakkar muni leggjast fyrir fætur Þjóðverja er ekki sennilegt.

Allt þetta vita þýskir ESB-sinnar. Og hvers vegna skyldu þeir flagga hugmyndi sem aldrei kemst á flug? Jú, til að útskýra fyrir evru-ríkjunum 17 (af 28 ESB-ríkjum) valkostina. Ef evru-ríkin vilja áframhaldandi samstarf verður það að vera á þýskum forsendum, þar sem þýskur fjármálaagi ræður ferðinni. Að öðrum kosti verður að slíta evru-samstarfinu.

Þýsk Stór-Evrópa er einfaldlega hótun til þeirra sem halda að þýskir peningar muni halda uppi Evrópusambandinu án þess að Þýskaland ráði ferðinni.

 


mbl.is Vandamálið heitir Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband