Föstudagur, 8. nóvember 2013
Þýsk Stór-Evrópa er hótun
ESB-sinnar í Þýskalandi telja það eitt til bjargar Evrópusambandinu að miðstýrt sambandsríki verði myndað á grunni ESB. Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tekur undir þetta sjónarmið. Sambandsríkið yrði undir þýskri forystu, þótt eflaust yrði það kallað annað en þýsk Stór-Evrópa.
Þessi framtíðarsýn mun ekki ganga eftir. Bretland mun ekki ganga til liðs við Stór-Evrópu og ekki Svíþjóð og heldur ekki Pólland. Ólíklegt er að Danir gæfu færi á allsherjarframsali á fullveld sínu til stórríkis á meginlandinu. Og að Frakkar muni leggjast fyrir fætur Þjóðverja er ekki sennilegt.
Allt þetta vita þýskir ESB-sinnar. Og hvers vegna skyldu þeir flagga hugmyndi sem aldrei kemst á flug? Jú, til að útskýra fyrir evru-ríkjunum 17 (af 28 ESB-ríkjum) valkostina. Ef evru-ríkin vilja áframhaldandi samstarf verður það að vera á þýskum forsendum, þar sem þýskur fjármálaagi ræður ferðinni. Að öðrum kosti verður að slíta evru-samstarfinu.
Þýsk Stór-Evrópa er einfaldlega hótun til þeirra sem halda að þýskir peningar muni halda uppi Evrópusambandinu án þess að Þýskaland ráði ferðinni.
Vandamálið heitir Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.