Jöfnuður, félagsleg útskúfun auðmanna og uppgjörið

Ein ástæðan fyrir því að uppgjörið við hrunið tekur langan tíma er að ójöfnuður útrásarinnar nísti þjóðarsálina inn að beini. Mótmælin veturinn 2009 og félagsleg útskúfun auðmanna eru viðbrögð þjóðar sem nær ekki upp í nef sér af hneykslun vegna efnahagslegs misréttis.

Jöfnuður felur í sér samábyrgð og af henni sprettur samstaða. Efnahagslegur jöfnuður er einfaldlega forsenda samstöðu Íslendinga.

Þegar að er gætt snúast pólitískar deilur á Íslandi um hversu mikill jöfnuðurinn eigi að vera; breið samstaða er um að jöfnuð sem viðmið.


mbl.is Jöfnuður óvíða meiri en á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband