Evran eyðir hagvexti og eykur atvinnuleysi

Evran er gjaldmiðill 17 ríkja Evrópusambandsins, af 28 ríkjum sem mynda sambandið. Evran vinnur gegn hagvexti í þeim ríkjum Evrópusambandsins sem eru með hagkerfi sín hvað mest úr takti við Þýskaland, stórveldið sem gefur tóninn á evru-svæðinu.

Suður-Evrópulönd eins og Spánn, Portúgal, Ítalía og Grikkland eiga ekki möguleika í evru-samstarfinu undir núverandi formerkjum. Þá er opin spurning hvort Frakkland eigi þar heima.

Aðeins tveir möguleikar eru í stöðunni. Í fyrsta lagi að Þjóðverjar samþykki ríkisfjármálasamband við önnur evru-ríki og axli þar með ábyrgð á skuldum þeirra. Þessi leið felur í sér að evru-svæðið verði miðstýrð Stór-Evrópa. Í öðru lagi að evru-samstarfi verði brotið upp, t.d. með því að Þjóðverjar, Austurríkismen, Hollendingar og Finnar gangi út og leyfi evrunni að falla um 30 prósent eins og Suður-Evrópa þarf á að halda.


mbl.is Samdráttur eykst á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband