Mánudagur, 4. nóvember 2013
Samfylking stundar ţögnina og fćr aukiđ fylgi
Hástökkvarinn í könnun 365-miđla er Samfylkingin, sem bćtir viđ sig átta prósentustigum frá kosningunum og mćlist međ 20 prósent fylgi. Mótsögnin í ţessari fylgisaukningu er sú ađ Samfylkingin stundar helst ţögnina í pólitískri umrćđu síđustu mánađa.
Eftir rothöggiđ sem flokkurinn fékk í kosningunum í vor, 12,9% en var međ tćp 30% fyrir fjórum árum, er fátt ađ frétta af Samfylkingu. Stóra máliđ frá síđasta kjörtímabili, ESB-umsóknin, liggur dauđ í vegkantinum og fćr ekki ađhlynningu frá samfylkingarfólki. Nćst stćrsta máliđ, stjórnarskrárbreytingar, var urđađ međ ţegjandi samţykki ţingmanna Samfylkingar.
Engar nýjar pólitískar áherslur koma frá Samfylkingunni, ekki er einu sinni ljóst hvađ af gömlu málunum flokkurinn heldur upp á. Enn síđur er kunnugt hvort flokkurinn halli sér til vinstri, kjósi samstarf viđ VG og Bjarta, eđa hvort nálgun viđ Sjálfstćđisflokkinn sé á döfinni.
Ţađ segir nokkra sögu um stöđu stjórnmálanna ađ flokkurinn sem stundar pólitíska ţögn og stendur ekki fyrir eitt eđa neitt skuli mćlast hástökkvari í skođanakönnun.
Ríkisstjórnin međ 43% fylgi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Menn vita miklum mun betur fyrir hvađ Samfylkingin stendur fyrir en ríkisstjórnarflokkarnir.
Ţađ veit engin, síst ţeir sjálfir.
Jón Ingi Cćsarsson, 4.11.2013 kl. 09:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.