Sunnudagur, 25. febrúar 2007
Athugasemdir við Baugsfærslu
Þó nokkrar ábendingar bárust síðunni vegna bloggsins hér að neðan, bæði þær sem eru skráðar í athugasemdadálkinn og eins með tölvupósti og símtölum. Ýmisleg áhugavert kom fram, t.d. það hvernig Baugur tengist upphafi rannsóknar samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna. Vonandi verður hægt að birta blogg um það síðar.
Efnislegar athugasemdir eru m.a. að DV heyrir núna undir Birting en ekki 365 og að tilveru Pósthússins, sem dreifir Fréttablaðinu, hafi ekki verið gerð skil. Pósthúsið situr uppi með erfiðan rekstur, sagði heimildarmaður.
En næsta blogg verður ekki um Baug heldur gæðaflokkun á fjölmiðlum og það birtist 24:06 eða þar um bil.
Athugasemdir
Nú þarf að laga gengisstöðuna á 365.....og Teymi þarf að losa sig við eignir....og selur sínum uppáhalds-lepp, Pálma Fons Securitas upp á tæplega 4 milljarða....asskoti hlýtur hagnaðarvonin að vera sterk á öryggismarkaðnum...:-) Teymi græðir 500 millur.......
http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255621
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.