Sterkur Sjálfstæðisflokkur sameinar vinstriflokka

Vinstriflokkarnir sameinuðust um síðustu aldamót gegn sterkum Sjálfstæðisflokki, sem var persónugerður í Davíð Oddssyni. Eftir hrun er Sjálfstæðisflokkurinn veikur í sögulegu samhengi og forystan óreynd. Af þeirri ástæðu liggur vinstriflokkunum ekki á að sameinast.

Björt framtíð telur sig eiga sóknarfæri sem sjálfstætt pólitískt afl þótt flokkurinn sé smíðaður af forystu Samfylkingar. Guðmundur Steingrímsson talar um stjórnmálin sem  ,,margpóla" og vísar á bug tveggja turna tali um Sjálfstæðisflokk og sameinaðan vinstriflokk.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki líklegur í bráð að verða á ný sameiningarhvati vinstrimanna. Þó er kominn traustur grunnur að sterkum Sjálfstæðisflokki með því að kannanir mæla stöðugt fylgi í undirkantinum af 30 prósentum.

Vinstriflokkarnir verða um sinn sundraðir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hefur ævinlega verið til fjölmenn sveit foringjaefna hjá vinstri flokkum.Sumir eru þannig gerðar að duga illa nema að ráða öllu. Fullir af sjálfstrausti,stofna þeir nýjan flokk,virkja og hleypa öllu aflinu á. Þannig sáum við Steingrím J. og allir vita hversvegna hann stofnaði Vg. Guðmundur Steingríms formaður virkar á mig eins og hlutlaus,þótt hann styðji enn þá Esb.,segist vilja vera laus við skotgrafanálgunina. En allt virðist í spekt meðan viðræðum við Esb. er hætt, vonandi um alla framtíð.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2013 kl. 17:55

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef ekki verður hrist ærlega upp í forystu Sjálfstæðisflokksins fljótlega, er hætt við að jafnvel undirliggjandi fastur stuðningur fari óðum dalandi.

Halldór Egill Guðnason, 4.11.2013 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband