Sunnudagur, 3. nóvember 2013
Kínverskur skógur á hálendi Íslands
Í Suður-Kínahafi er eyjaklasi, Spratly-eyjar, sem þekja 160 þúsund fermílur. Kínverjar gera landakröfur til svæðisins og sýna stöðugt meiri yfirgang í krafti útþenslustefnu sem borin er uppi af efnahagsauð og sístækkandi herskipaflota.
Blaðamaður New York Times fór vettvangsferð til Spratly-eyja. Eyjaklasinn er bæði mikilvægur sakir náttúruauðlinda, olía og gas finnast þar, auk fiskimiða. Skipaumferð er einnig mikil um þetta svæði. Kínverjar byggja jafnt og þétt upp stöðu sína á þeim eyjum sem þeir sitja og sýna nágrönnum sínum stöðugt meiri áreiti. Langtímaáætlanir Kínverjar - og allar áætlanir Kínverja eru langtíma - eru að verða ráðandi afl á þessu hafsvæði.
Spár vestrænna sérfræðinga eru að Suður-Kínahafið verði átakasvæði milli Kínverja annars vegar og hins vegar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra.
Í lok umfjöllunar blaðamanns New York Times er umræða um hvaða myndlíking lýsi kínverskri herkænsku best. Og það er þessi hér: ,,Kínverjar breiða úr sér hægt, eins og skógur. Þegar þeir eru komnir með rótfestu fara þeir aldrei á brott."
Við skulum ekki leyfa kínverskum hagsmunum að skjóta rótum á Íslandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.