Síðnýlenda Guðmundar Andra

Guðmundur Andri Thorsson er í viðtali vegna nýrrar bókar. Hann segir Íslendinga síðnýlenduþjóð og útskýrir merkimiðann með þessum orðum

ég held að við séum að einhverju leyti enn þá síðnýlenduþjóð og það skýri margt af því sem hefur aflaga farið hér, sérstaklega ákveðið ábyrgðarleysi í fjármálum og það að taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum í þeirri von og vissu að það séu einhverjir sterkir bakhjarlar sem munu fyrr eða síðar bjarga okkur,. Það er hér alltaf þessi óábyrgi hugsunarháttur barnsins sem er ekki alveg farið að heiman og getur alltaf komið með sín vandamál til foreldranna til að láta þau leysa þau.

,,Foreldrar" okkar í rúm 650 ár, frá Gamla sáttmála á 13. öld og fram á 20. öld, voru Norðmenn og Danir. Undir þeim áttum við bjargir okkar. Íslendingar, ólíkt Færeyingum og Grænlendingum, ákváðu á seinni hluta 19. aldar að nóg væri komið af hjálendutilveru, nú ættum við sem þjóð að bera ábyrgð á okkur sjálfum. Það tók rúma öld, mælt frá upphafi stjórnmálaþátttöku Jóns Sigurðssonar til útfærslu landhelginnar í 200 mílur.

Íslendingum tókst að komast úr torfkofum og inn í tækniöld á eigin rammleik. Þrátt fyrir klúður hér og þar, hrunið til dæmis, er betra að búa í fullvalda Íslandi en í flestum öðrum ríkjum. 

Síðnýlenduhugarfarið sem Guðmundur Andri lýsir á við þann hluta þjóðarinnar sem ekki vill taka ábyrgð og leitar stöðugt í pilsfald stórþjóða þegar eitthvað bjátar á. ESB-sinnar sem ekki geta hugsað sér fullvalda Ísland heldur vilja ólmir segja okkur til sveitar hjá Brussel eru hvað þjakaðastir af síðnýlenduhugarfari. Ekki satt, Guðmundur Andri?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér þykir hann aldeilis skjóta sig í lappirnar þarna. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2013 kl. 16:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta, með ólíkindum hvað hægt er að umsnúa staðreyndum, ef góður vilji er með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2013 kl. 17:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það tek ég sannarlega undir. Maðurinn er nýlentur,eftir að hafa verið viðstaddur verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Noregi. Kom hann svona pirraður úr þeirri ferð,? Varla kviknaði ný-yrðið síðnýlenda við lendingu,nema síður sé.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2013 kl. 20:02

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er undursamlegt að heyra skoðanir þessa manns um þjóð sem "ekki [tekur] ábyrgð á gjörðum sínum í þeirri von og vissu að það séu einhverjir sterkir bakhjarlar sem munu fyrr eða síðar bjarga okkur"

Ég spyr er Guðmundur Andri búin að gleyma í hvaða liði hann er? Er hann búin að gleyma að það eru hans vinir sem vilja hlaupa undir pilsfaldinn á ESB svo þeir þurfi aldrei að gera neitt annað en sækja styrkina í bankann.

Hvað voru þeir eiginlega að reykja þarna í Noregi?

Ragnhildur Kolka, 2.11.2013 kl. 22:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnhildur GÓÐ!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2013 kl. 23:20

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og er þó Gandri nýlega búinn að skrifa ágætan pistil í Fréttablaðið.

En svo sannarlega var Ragnhildur góð þarna.

Árni Gunnarsson, 3.11.2013 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband