Bóla í Bandaríkjunum, miðaldir í Evrópu

Í Bandaríkjunum óttast hagfræðingar eignabólur á hlutabréfum og fasteignum vegna núllvaxtastefnu seðlabankans þar í landi. Í Evrópu er andstæð þróun, þar stefnir í verðhjöðnun sem dregur jaðarhagkerfi álfunnar, þau sem slíta með evru, í vítahring atvinnuleysis, samdráttar í hagvexti og skuldaáþjánar.

Einn kunnasti hagfræðingur samtímans, Nouriel Roubini, segir verulega hættu á að hagstjórn í Bandaríkjunum mistakist og það leiði til samdráttarskeiðs er verði illvígari en tímabilið eftir hrun Lehmans-banka 2008. Eignabólurnar verði annað tveggja sprengdar og snemma, og það lami hagvöxt, eða of seint og þá gjósi upp fjármálakreppa er vinni sig inn í raunhagkerfið með tilheyrandi samdrætti.

Evrópa, á hinn bóginn, er á hraðri leið inn í tímabil verðhjöðnunar, skrifar Ambrose Evans-Pritchard, í Telegraph. Reynsla Japana á síðustu öld er að verðhjöðnun sé hálfu verri efnahagssjúkdómur en verðbólga. Samhliða verðhjöðnun skreppur efnahagslífið saman og opinberar skuldir, sem þegar eru miklar, verða hlutfallslega enn þungbærari fyrir ríkissjóði Suður-Evrópuríkja.

Af tvennu illu er bandaríska hagkerfið með betri horfur en það evrópska. Langtímaþættir eins og mannfjöldaþróun og orkuauðlindir eru jafnframt hliðhollari Bandaríkjunum en Evrópusambandinu.


mbl.is Grikkland ekki lengur þróað hagkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Einn af hverjum sjö Bandaríkjamanna þarf á mataraðstoð að halda."

http://www.ruv.is/frett/skera-nidur-adstod-vid-fataeka

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2013 kl. 15:36

2 Smámynd: Ómar Gíslason

55% af ungu fólki í Grikklandi hafa ekki vinnu og fá aðstoð frá ríkinu, það sama er um Spánverja. Þessi lönd hafa það sameiginlegt að vera með mynd sem heitir Evran (€).

Ómar Gíslason, 1.11.2013 kl. 18:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

........Og okkur hugnast ekki sú mynt.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2013 kl. 01:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Atvinnuleysi ungs fólks 2012 í þýskalandi 8.1, Holland, 9.5, Austurríki 8.7, ÍSLAND 13.6, Danmörk 14.1.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.11.2013 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband