Mánudagur, 28. október 2013
Verðbólga sem hægfara þjóðargjaldþrot
Verðbólga er þegar verðgildi peninga fellur með því að vara og þjónusta hækkar í verði. Verðbólga lækkar líka opinberar skuldir - vel að merkja, ef skuldirnar eru í þjóðargjaldmiðlinum, sem ekki er raunin á Íslandi.
Hagfræðitilraunin sem seðlabankar í Bandaríkjunum, Englandi og Japan, öðrum ríkjum fremur, standa fyrir má líkja við hægfara þjóðargjaldþrot, segir Roger Bootle í Telegraph. Verðbólga leikur þar lykilhlutverk með því að hún er hærri en stýrivextir. Peningarnir rýrna og þar með þjóðarskuldir.
Bootle kallar tilraunina ,,fjárhagslega þvingun" þar sem vöxtum er haldið niðri til að hjól atvinnulífsins taki við sér. Markmiðið er að hagvöxtur vinni Bandaríkin, Bretland og Japan úr kreppunni. Margt getur enn farið úrskeiðis, t.d. að verðbólga verði óviðráðanleg og atvinnulífið rétti ekki úr kútnum.
Verðbólguvæðing út úr skuldafeni mun vitanlega enda hjá Bandaríkjamönum, Bretum og Japönum á líkan hátt og hjá dæmigerðri íslenskri óreiðufjölskyldu - með ósköpum. Óreiðufjölskyldan treysti á stöðugar kauphækkanir; seðlabankarnir veðja á hagvöxt.
Hagfræðitilraun þriggja helstu iðnríkja heimsins (ok, það er ofmælt um England) segir nokkra sögu um ófærurnar sem óhófleg skuldsetning leiðir til. Og ekki er ástandið betra í evru-landi.
Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.