Sunnudagur, 27. október 2013
Jón Gnarr og Sjálfstæðisflokkur: valdapólitískur samnefnari
Jón Gnarr borgarstjóri vill þægilega innivinnu í 4 ár í viðbót og getur ekki treyst því að Samfylking fái nægileg fylgi í Reykjavík til að halda samstarfinu áfram.
Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni les það úr samkomulagi Reykjavíkurborgar og ríkisstjórnarinnar í flugvallarmálinu að Besti flokkur Jóns og Sjálfstæðisflokksins séu að finna sameiginleg hagsmunamál. Sameiginlegum málum gæti auðveldlega fjölgað.
Báðir flokkarnir vilja völd og gætu fundið valdapólitískan samnefnara.
Athugasemdir
Hvernig má það verða að Samfó fái ekki næginlegt fylgi, Framsókn þurkast endanlega út þegar kosningarlýgin frá í vor verður öllum ljós, VG kemur tæplega manni að end er mun líklegra að þau færu í samstarf með Besta og Samfó en Íhaldinu svo það er augljóst að það er ákaflega fjarstæðukend hugmynd að Besti og Íhaldið taki saman
Guðmundur Ingólfsson, 27.10.2013 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.