Næsta kreppa í ESB og tvískipting sambandsins

Á leiðtogafundi ESB-ríkja í vikunni tókst ekki að hnika áfram bankabandalaginu sem er ein forsenda fyrir stöðugleika fjármálakerfis evru-svæðisins. ESB-ríkin geta einfaldlega ekki komið sér saman um stór skref í átt að samruna nema undir þrýstingi.

Næsta kreppa í evru-samstarfinu er fyrirsjáanleg. Citigroup spáir endurtekinni skuldakreppu í Suður-Evrópu og Nouriel Roubini gerir ráð fyrir pólitískri kreppu þar sem skuldugu þjóðirnar hreinlega gefast upp á niðurskurði og 20 til 30 prósent atvinnuleysi.

Hubert Védrine, fyrrum utanríkisráðherra Frakklands, er ESB-sinni. Hann segir þjóðir ESB þreyttar á síaukinni miðstýringu Brusselvaldsins. Til að ná að ná tiltrú almennings verði leiðtogar ESB að útskýra hvar efri mörk miðstýringar liggja, hvenær hún er orðin nóg.

Védrine segir uppskiptingu Evrópusambandsins í tvo hluta óhjákvæmilega, evru-löndin 17 renni í auknum mæli saman, en Bretland, Norðurlönd og Pólland standi utan evru-samtarfsins. Hann telur að Tyrkir gætu orðið hluti af þessu nýja sambandi sem væri í raun einhvers konar EES-svæði.

Verði ekki gerðar grundvallarbreytingar á Evrópusambandinu mun sambandið ekki gera annað en að hökta úr einni kreppunni í aðra - eins raunin hefur verið undanfarin fimm ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

OG Viljum við ennþá ganga í ESB og nota evruna. Nei ekki ég en USD er það sem væri gott yfir okkur og stefna vörum okkar til Bandaríkja Norður Ameríku ásamt NAFTA ríkjunum. http://www.ustr.gov/trade-agreements/free-trade-agreements/north-american-free-trade-agreement-nafta

Þeir vilja saltfiskin okkar sem beint en ekki í gegn um Spán og Portúgal eins og hefir verið.   Ef við tilheyrum NAFTA þá höfum við meiri markað en við nokkurn tíma getum þjónað. Ég man ekki betur en að menn hafi verið stoppaðir af með útflutning til Suður Ameríku. Var það vegna viðskipta hótanna Spánverja á sínum tíma.?

Valdimar Samúelsson, 27.10.2013 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband