Dauðafæri ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er í dauðafæri að verða ríkisstjórnin sem sagði skilið við efnahagslegan óstöðugleika með verðbólgu og innihaldslausum kjarasamningum.

Á grunni lágrar verðbólgu getur ríkisstjórnin tryggt skynsama kjarasamninga. Ríkisstjórnin á að gera samninga við verkalýðshreyfinguna um að nýta fjármuni sem losna við uppgjör föllnu bankanna til að bæta hag láglaunafólks í gegnum skattakerfið.

Ríkisstjórnin hlýtur að kunna nægilega mikið fyrir sér í pólitík til að vita að það er ekki eftirspurn eftir hókus pókus efnahagsaðgerðum heldur traustum aðgerðum sem skipta máli til framtíðar.


mbl.is Verðbólgan 3,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það verður að byrja á því á taka völdin af Seðlabankanum og setja vexti niður í 0,1-1%.

Vextir Seðlabankans eru verðbólguhvati eins og þeir eru nú í dag.

Eggert Guðmundsson, 25.10.2013 kl. 13:48

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

..... Hafa ekki komið upp tillögur um að leggja Seðlabankann niður og notast við myntráð. Það tókst að semja um flugvöllinn,það kom mér í opna skjöldu,en þeim mun gleðilegra að samkomulag náðist. Síðan eru það kjarasamningarnir,?! Líklegra er að fótboltalandslið karla skori 19. nov,heldur en ríkisstjórnin í komandi rimmu sem hún sleppur ekki við að taka þátt í. Spáin helgast af því að við höfum ekki enn séð hana í þessari stöðu og betra að stylla væntingum í hóf, en henni fylgja að sjálfsögðu góðar óskir,þjóðinni til farsældar.

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2013 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband