Föstudagur, 25. október 2013
Skuldaafskrift er ESB-mál Framsóknarflokksins
Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu varð Samfylkingunni dýrkeypt á síðasta kjörtímabili. Flokkurinn sat einn uppi með málið. Fylgið hrapaði úr 29, 8 prósent árið 2009 í 12,9 prósent í vor.
Almenna skuldaafskriftin og allsherjargjafir til fasteignaeigenda er ESB-mál Framsóknarflokksins á þessu kjörtímabili. Flokkurinn situr einn uppi með fáránlegt mál sem verður enn fáránlegra ef því verður hrint í framkvæmd. Stórfelld eignatilfærsla mun einfaldlega gera allt brjálað í samfélaginu því að þeir óánægðu verða alltaf miklu fleiri en hinir sem fá ókeypis peninga frá ríkinu. Málið eitt og sér grefur undan skilvísi og hvetur óreiðufólk til frekari óráðsíðu enda borgar ríki brúsann.
Framsóknarflokkurinn, ólikt Samfylkingunni, er að stærstum hluta skipaður hæglátu fólki sem hvorki vill byltingarástand né þjóðfélagsófrið ef stöðugleiki og friður er í boði. Verkefni flokksins er að vinda ofan af vitleysunni sem rataði inn í kosningastefnuskrá flokksins.
Skuldasjóður enn í skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru engar fyrirætlanir uppi um að neinn fái ókeypis fé frá ríkinu.
Ef þú ert andvígur hugmyndinni, segðu það þá bara. Eins og alvöru maður myndi gera.
En að breiða út lygi, er ekki gott til afspurnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2013 kl. 08:22
Guðmundur, ég er andvígur hugmyndinni, hef margsinnis sagt það, enda byggir hugmyndin á þeim þvættingi að bæta óreiðufólki óreiðuna.
Páll Vilhjálmsson, 25.10.2013 kl. 09:04
Aldrei þessu vant tek ég undir með Páli. Guðmundur ef að engin er að fá ókeypis fé frá ríkinu1 hvaðan koma þá peningar til að lækka lánin hjá ákveðnum hóp Íslendinga? Svona að velta fyrir mér hvort að menn séu svo ruglaðir að þeir haldi að þó peningarnir komi hugsanlega frá kröfuhöfum þá séu það ekki peningar frá okkur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.10.2013 kl. 11:37
Ég spilaði á þig,
en skildi það ekki sjálfur..
Við eigum að hætta að tala um niðurfellingu á skuldum.
Við eigum að tala um að skila því sem kreppufléttan náði af fólkinu.
Við notum ekki orðin að skila ránsfeng,
af því að við skildum ekki hvað var að eiga sér stað.
Hættum að hugsa um refsingar.
Ungir og aldnir,
Nú tökum við höndum saman,
og lögum fjármálakerfið, með ástúð og umhyggju.
Við eigum að hugsa um og byrja að laga fjármálakerfið strax.
Egilsstaðir, 25.10.2013 Jónas GunnlaugssonJónas Gunnlaugsson, 26.10.2013 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.