Fimmtudagur, 24. október 2013
Vantraust á RÚV tvöfaldast á 4 árum
Fyrir fjórum árum sögðust átta prósent landsmanna vantreysta RÚV. Í dag vantreysta RÚV 17,4 prósent landsmanna. Þetta er meira en tvöföldun á vantrausti á fjórum árum. Á sama tíma hefur orðið hrun í trausti á RÚV meðal þjóðarinnar.
Árið 2009 sögðust 70 prósent þjóðarinnar treysta RÚV en sambærileg hlutfallstala í ár er 52 prósent.
RÚV stundar aðgerðafréttamennsku í þágu sértrúarhópa samfélagins og fer þar mest fyrir ESB-sinnum sem tröllríða fréttatímum RÚV. Fréttastofa RÚV stendur ekki undir þeim kröfum sem lög um RÚV kveða á um. Mýmörg dæmi eru um hlutdrægni RÚV og að fréttir stofnunarinnar standist ekki gæðakröfur og uppfylli ekki fagleg vinnubrögð. Þjóðin tekur eftir hnignun RÚV og snýr baki við stofnuninni.
Þjóðarfjölmiðill sem aðeins rétt rúmum helmingur þjóðarinnar treystir stendur vitanlega ekki undir nafni. RÚV á að leggja niður í núverandi mynd enda engin rök fyrir því að eyða þrem til fjórum milljörðum af almannafé í sértrúarfjölmiðil.
Athugasemdir
Að fyrirtæki sem hefur 3,5 milljarða tekjur í áskrift hjá rikinu og getur samt ekki höndlað einföld verk eins og að halda úti stöðugum útsendingum á netinu, hvað þá í HD, kemur mér ekki á óvart að búi við lítið traust.
Það ætti að breyta RÚV í sjóð sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn geta sótt fé í til að framleiða gott íslenskt efni.
- Mín 2 cent.
Laxinn, 24.10.2013 kl. 20:21
Þrjá,fimm miiljarða, Já auk gríðarlegra tekna af auglýsingum. Það er sárt að verða nauðbeygður að greiða gjald til stofnunar sem flytur daglega fréttir í þágu Esb,sinna. Það er allt of mikið lagt í RÚV og óþolandi hvað stjórnendur teygja á einhliða fréttum frá elítunni í Brussl og gæta þess vandlega um leið, að sýna blástjörnu fána Esb.,sem mest áberandi á meðan.En fréttaþulir semja ekki fréttir, ég myndi sakna Rakelar og Þóru,eins og góðra vina í stofunni hjá mér.
Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2013 kl. 21:43
Menn eru duglegir að koma með gamlar tuggur þegar RÚV verður fyrir gagnrýni. Ég vona að einhver finni það hjá sér að rifja þær upp.
Öryggishlutverk og hljómsveit með aðsetur í Hörpu.
Ég er ekki móti, þannig að ég verð að sitja hjá og þegar þær eru rifjaðar upp.
p.s. maður má ekki einusinni gagnrýna upphæðirnar.
Davíð, 24.10.2013 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.