Krónan er stöðugasta mynt í heimi (staðfest)

Íslenska krónan er undanfarin þrjú ár stöðugasti gjaldmiðill í heimi, samkvæmt athugun Hafsteins Haukssonar hagfræðings hjá Arion banka. Í frétt viðskiptablaðs Morgunblaðsins í dag segir

Krónan hefur á undanförnum þremur árum verið ein stöðugasta mynt heims borið saman við helstu myntir. Hafsteinn nefnir að langflestar erlendar myntir sem hann hafi skoðað hafi sveiflast álíka mikið nú og þær gerðu fjórum árum fyrir hrun. Krónan skeri sig þar úr og sé orðin mun stöðugri.

Óvinir krónunnar (les: samfylkingarfólk og ESB-sinnar) geta ekki lengur gert út á óstöðugleika gjaldmiðilsins til að afla fylgis við vafasaman málstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hagfræðingurinn segir „ein stöðugasta mynt heims". (Hvað þýðir það nákvæmlega? Topp 3? Topp 10? Topp 40?) Það er ekki það sama og „stöðugasta mynt í heimi". Að bæða við "staðfest" breytir því ekki.

Svo væri nú gaman að fá skoðun annarra hagfræðinga á þessu. Ég tek það fram að ég er enginn óvinur krónunnar.

Wilhelm Emilsson, 24.10.2013 kl. 07:05

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég vona að við séum ekki búin að gleyma hruninu. Krónan var nú ekki mjög stöðug fyrir fimm árum. Getum við kallað gjaldmiðil sem hrundi fyrir nokkrum árum stöðugan?

Wilhelm Emilsson, 24.10.2013 kl. 07:13

3 Smámynd: Hrafn Arnarson

Í kjölfar bankahrunsins sendi Seðlabanki Íslands út tilmæli til fjármálastofnana þann 10.

október 2008 um að þær skildu takmarka verulega afgreiðslu gjaldeyris. Sú aðgerð var talin

vera í ljósi þess að aðlþjóðleg greiðslumiðlun á Íslandi stöðvaðist nánast alveg. Það var nánast

ómögulegt að verða sér úti um gjaldeyri í skiptum við íslenskar krónur og má segja að í þeim

aðstæðum hafi höftin í raun verið komin á. Í kjölfarið setti Seðlabankinn víðtækar reglur um

gjaldeyrishöft með samþykki Alþingis 27. nóvember 2008 og þar með voru reglur

Seðlabankans um gjaldeyrismál tekin í gildi og fólu þær í sér bann á allan flutning fjármagns

til og frá landinu en leyfilegt var að greiða fyrir vörur og þjónustu. Fyrstu mánuðina eftir

upptöku haftanna var skilvirkni þeirra ábótavant og gengi krónunnar tók að síga.

(Viðskiptaráð Íslands, 2011....

Hrafn Arnarson, 24.10.2013 kl. 07:51

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Hagfræðingarnir í greiningardeildum bankanna létu ljós sitt óspart skína og vissu allt betur en aðrir, árin fyrir hrun. Og samt fór sem fór.

Þórir Kjartansson, 24.10.2013 kl. 07:59

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara smá ábending!

  • Það eru hér gjaldeyrishöft, þannig að það eru engin eðlileg skipti á krónu sem geta mælt stöðugleika. Krónan er í raun bara í tölu sem Seðlabankin ákveður!
  • Krónan er ekki gjaldgeng utan Íslands þannig að mæling á gengi hennar er bara í raun búin til. Það eru margir sem segja að hún sé skráð nokkrum tugum % of hátt.
  • Það er því út í hött að tala um krónu sem stöðugustu mynt í heimi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.10.2013 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband