ESB ítrekar skort á aðlögun Íslands

Í stöðuskýrslu ESB er gerð athugasemd við að Ísland hafi ekki aðlagað sig regluverki Evrópusambandsins. Um sjávarútvegsmál segir

Overall, Iceland's fisheries policy is not in line with the acquis. Existing restrictions in the fisheries sector on freedom of establishment, services and capital movements as well as the management of shared fish stocks are not in line with the acquis  

(Almennt er fiskveiðistefna Íslands ekki í samræmi við lög og reglur ESB. Takmarkanir á frelsi til fjárfestinga, þjónustu og fjármagnsflutninga í sjávarútvegi auk fiskveiðistjórnunarinnar eru ekki í samræmi við lög og reglur ESB)

Þrátt fyrir fjölmarga óformlega fundi samningamanna Íslands annars vegar og hins vegar Evrópusambandsins tókst ekki að finna sameiginlegan flöt á málefnum sjávarútvegsins. Þess vegna hafði ESB ekki lagt fram rýniskýrsluna og Ísland ekki einu sinni komið sér saman um samningsafstöðuna.

Í grundvallarlögum ESB, Lissabonsáttmálanum, er kveðið á um að sjávarútvegsmál heyri alfarið undir framkvæmdastjórn ESB. Þar stendur hnífurinn í kúnni.


mbl.is Hafnar stöðumati Füle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband