Vinstrimenn trúa eigin áróðri og flýja land

Ísland er ónýtt, er sameiginlegt stef vinstriflokkanna á Íslandi. Samkvæmt könnun vilja stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Bestu framtíðar fremur en hægrimenn flýja land.

Heimsendaspár vinstriflokkanna um Ísland fá þannig hljómgrunn meðal stuðningsmannanna.

Ekki verður þó sagt að vinstrimenn sýni djörfung þegar þeir velja sér nýja búsetu. Flestir setjast þeir að í gömlu átthögum okkar í Noregi.


mbl.is 40% íhuga að flytja til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Enda skynsamt fólk að upplagi og getur hugsað fyrir sig sjálft og tekið upplýstar ákvarðanir sem er þvert á það sem hægri bjálfarnir gera því það eina sem þeir kunna er að mæna í aðdáun á eigendur sína og átrúnaðargoð, éta allt hrátt sem frá þeim kemur og hugsa ekki eina einustu gagnrýna hugsun frá eigin brjósti.

Jack Daniel's, 21.10.2013 kl. 14:03

2 identicon

Sælir Páll; - og aðrir gestir, þínir !

Miðju- moðs liðið, sem þú fylgir að málum, er nú lítið burðugra, en það, sem til vinstri stendur, Páll minn.

Leiðrétti þig; þar með.

Keli (Jack Daniel´s) !

Hvoru tveggju; jafnheimskt lið - sjáum vinnubrögð Jóhhönu og Steingríms, 2009 - 2013, svo og Sigmundar og Bjarna, 2013 - ???

Hægri menn; alvörunnar, uppræta yfirleitt kjaptaklúbba, eins og alþingi, og aðrar áþekkar ''stofnanir'', og setja á alvöru Herstjórnir (þar; sem Herir eru á annað borð), og reka undan sér hvítflibba- og blúndukerlinga flónin, með ágætum.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 14:44

3 Smámynd: Jack Daniel's

O jæja.

Jóhönnu og Steingrími tókst það sem hægri flokkunum hefði aldrei tekist og það var að koma í veg fyrir algert þjóðargjaldþrot.

Nú eru þessir fávitar, (silfurskeiðungarnir) komnir á fulla ferð í nýtt efnahagshrun.

Þá þarf að stoppa á stundinni ef ekki á illa að fara.

Jack Daniel's, 21.10.2013 kl. 14:50

4 identicon

Sælir; enn !

Keli !

Rétt; er það. Fíflin; Jóhanna og Steingrímur björguðu Banka Mafíunni, og kom henni á lappirnar á ný, eins og við sjáum dags daglega, af arðráni og þjófnuðum (nauðungaruppboðum) þeirra, og vina þeirra.

Í stað þess; að 0 stiila kerfis þjarkið - og endurreisa samfélagið í samræmi við, innan við 300 Þúsunda manna, álpuðust þau til, að endurreisa burgeisana - á grundvelli 3ja Milljóna manna samfélags eða meir, með þeim hörmungum, sem við erum nú að upplifa, fornvinur góður.

Svei attann; þessu liði, öllu saman, Keli minn !!!

Sömu kveðjur; sem síðustu, að sjálfsögðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2013 kl. 15:13

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það voru neyðarlög fyrrverandi forsætisráðherra sem björguðu þjóðinni frá gjaldþroti. Hefð Steingrímur verið snjall,þá hefði hann átt að láta ríkið kaupa skuldapapírana sem nú hanga yfir okkur.

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2013 kl. 22:36

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eru það ekki aðalega auðmenn sem flýja land ... í skattaskjólin.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.10.2013 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband