RÚV og Stöð 2 tapa fyrir niðurhalssjónvarpi

Sjónvarpsstöðvar eins og RÚV og Stöð 2 tapa áhorfendum til niðurhalssjónvarps á netinu. Með áhorfendum fara áskrifta- og auglýsingatekjur. Stöð 2 stendur sýnu verr í samkeppninni enda hún rekin með áskrift.

Áhorfendur kjósa fremur niðurhalssjónvarp þar sem þeir eru eigin dagskrárstjórar fremur en að vera háðir dagskrá hefðbundnu sjónvarpsstöðvanna.

Þar fyrir utan er niðurhalssjónvarp til muna ódýrara í áskrift en Stöð 2. RÚV er enn sem komið er með krumlurnar í vasa skattborgaranna sem niðurgreiða tómstundaiðjuna í Efstaleiti.


mbl.is Netflix æðið komið til að vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Fólk getur bara sagt upp áskrifinni af stöð blö ef það vill ekki styrkja Násker um c.a. 100.000.krónur á ári. Ekki opna veskið ykkar fyrir honum. Hvernig getur fólk ekki skilið þetta. 

Þetta er ekkert mál, fólk þarf bara að sýna smá viljastyrk. Stofna nýja stöð og málið er dautt. 

p.s. Ég skil ekki fólk sem hendir peningum í Násker, minn haus hann nær því bara ekki, sama hvað ég reyni og það kemur Netflix bara ekkert við en ég vil frekar að fólk hendi peningunum sínum eða kveiki í þeim, helst fyrir framan hann heldur en að láta hann fá peningana sína. 

Sumir eru bara svo vitlausir að opna veskið sitt fyrir honum eftir það sem hann hefur gert þjóðinni. 

Davíð, 20.10.2013 kl. 13:59

2 Smámynd: Davíð

Ef einhver er til í að styrja mig, þá er til í að segja eitthvað hér á blogginu sem verður til þess að Násker kæri mig til að vekja alvöru athygli á málinu.

Blásum saman í alvöru herferð gegn náskerinu eða einhverju af ímynduðum fígúrunum hans sem notaðar eru til að traðka á tjáningafrelsi fólks á internetinu.

Þeir elska að draga saklaust fólk fyrir rétt og það er eitthvað sem ætti að vekja fólk til umhugsunar. 

Áfram Ísland

Davíð, 20.10.2013 kl. 14:49

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Dómstóll götunar klikkar ekki.

Eru einhverjir fleiri sem við eigum að hengja sem dómstólarnir hafa ekki náð tökum á?

Teitur Haraldsson, 20.10.2013 kl. 16:17

4 Smámynd: Davíð

Þetta var nú bara létt grín til að reyna hressa upp á umræðuna í athugasemdakerfinu en mér sýnst að það hafi mistekist.

Davíð, 20.10.2013 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband