Laugardagur, 19. október 2013
Margrét sálgreinir og Margrét stjórnmálarýnir
Margrét Tryggvadóttir fyrrum þingmaður sálgreindi félaga sinn í þingflokki Borgaraflokksins, Þráinn Bertelsson, við upphaf síðasta kjörtímabil með þeim afleiðingum að hann hrökklaðist úr þingflokknum.
Margrét reynir núna fyrir sér sem stjórnmálarýnir og kemst að þeirri niðurstöðu að hún kunni sitthvað fyrir sér í alþjóðastjórnmálum og geti í krafti þeirrar þekkingar útilokað suma frá embætti utanríkisráðherra.
Í ljósi þess hve víðfeðm kunnátta og þekking Margrétar er ætti henni ekki að verða skotaskuld úr því að setja upp sálfræðiprófíl fyrir þá sem teljast hæfir til að fara með mannaforráð. Við bíðum spennt.
Athugasemdir
Hva,? Á ekki fyrir olíu er alveg staur! Bara segi svona.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2013 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.