Bjartsýni, eyðsla og röng stjórnarstefna

Íslendinga þarf ekki að hvetja til eyðslu. Nánast allt frá því að við hættum fábreyttum vöruskiptum, sem mörkuð voru af sjálfsþurftarbúskap, og tókum upp peninga höfum við eytt um efni fram.

Okkur er framandi sú hugsun að eiga í handraðanum ein eða tvenn mánaðarlaun til að mæta óvæntum útgjöldum. Sparnaður íslenskra heimila fer nær eingöngu fram með lögbundnum hætti, í gegnum lífeyrissjóðina. Án þvingunar löggjafans verður enginn sparnaður.

Að þessu sögðu er aukin eyðsla síðustu misseri merki um bjartsýni. Jóni og Gunnu finnst núna í lagi að skulda ein og hálf mánaðarlaun sín í stað einna mánaðarlauna áður. Það merkir að skötuhjúin trúa á betri tekjur, annað hvort með meiri vinnu eða hærra kaupi (líklega þó hvorttveggja).

Undir þessum kringumstæðum er það vitanlega bilun að ríkisstjórnin veifi mörg hundruð milljörðum króna framan í eyðslusjúku heimilin og segi þeim að innan skamms muni skuldir þeirra gufa upp. 

Hókus pókus-stefnu ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingu þarf að slá út af borðinu hið fyrsta. Stefnan er sjálfstæður hvati til eyðslu og óráðssíu.


mbl.is Yfirdráttur heimila á stóran þátt í hagvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband