Miðvikudagur, 16. október 2013
Einkalífið og vanrækt börn
Æðsti embættismaður skóla og félagsþjónustu í Bretlandi segir að foreldrar komist upp með það að vanrækja börnin sín í skjóli friðhelgi einkalífsins.
Félagsleg vandamál í Bretlandi megi að stórum hluta rekja til ábyrgðalausra foreldra sem ali af sér börn er dæmd eru til að vera misheppnuð.
Umræðan um hversu víðtæka vernd einkalíf barnafólks eigi að hafa andspænis kröfum um opinbera ábyrgð á velferð barna mun án efa aukast á næstu árum.
Athugasemdir
Þetta eru sjálfsagt þarfar umræður.
Þyrftu þessi mál ekki að vera þannig; að fólk gæti valið á milli einhverskonar eftirlitskerfa sem það gæti verið hluti af og væru viðurkennd af hinu oinbera.
------------------------------------------
Eða að almenningur vissi hvaða opinberu embætti/svartstakkar hefðu aðgang að rúmgöflum venjulegs hjónafólks í tíma og ótíma/svo að það væri á hreinu.
Jón Þórhallsson, 16.10.2013 kl. 10:44
Kannski að maður geri eins og parið í bókinni:
Krían siglir um suðurhöf.
=Þeim fannst eftirlitskerfið vera orðið svo þétt í kringum þau að þau sögðust ekki hafa neinu að tapa og lögðu því af stað í sinn leiðangur.
----------------------------------------------
Kannski að fólk þurfi að velja á milli þess í framtíðinni:
1.Að lifa bara eitt og sér og geta fengið að vera í friði fyrir eftirlitskerfum.
2.Eða að stofna fjölskyldu og vera alltaf undir smásjá hins opinbera.
Jón Þórhallsson, 16.10.2013 kl. 11:40
Góður punktur, sannarlega þörf umræða, hvar eru mörkin?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2013 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.