Miðvikudagur, 16. október 2013
Fegurðin í hnignun
Samfélög eiga æviskeið sem líkist lífshlaupi einstaklingsins nema að því leyti að fæðing og dauði eru ekki endilega hluti af sögunni. Samfélög búa að æsku, miðaldri, hnignun og endurreisn.
Detroit var einu sinni kölluð París vesturríkjanna en er núna hálfgerð draugaborg, byggð fyrir 2 milljónir íbúa en hýsir helmingi færri.
Borgin er gjaldþrota táknmynd þungaiðnaðarins sem gerði Bandaríkin að heimsveldi. En þótt hnignunin sé yfirþyrmandi sjást sprotar þar sem gamlar byggingar fá nýtt líf. Þar liggur fegurðin í hnignun samfélaga sem deyja ekki heldur endurfæðast.
Eyða ummerkjum fortíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.