51% á móti ESB-aðild en 28% fylgjandi

Sterkur meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að Evrópusambandinu, eða 51 prósent, samkvæmt könnun Maskínu. Langt innan við þriðjungur þjóðarinnar, 28 prósent, er fylgjandi aðild.

Maskínan tekur þátt í þeirri blekkingu ESB-sinna að spyrja hvort fólk vilji ,,halda áfram viðræðum" þegar ekkert slíkt er í boði. Evrópusambandið býður það eitt að umsóknarþjóðir gangi inn í sambandið á grundvelli aðlögunar. 

Í útgáfu sambandsins, ,,Understanding Enlargement, the European Union’s Enlargement Policy” (Stækkun útskýrð, stefna ESB í stækkunarmálum) segir á bls. 9 

Hugtakið ,,samningaviðræður” getur verið misvísandi. Aðlögunarsamningar eru um skilyrði og tímasetningar á því hvenær og hvernig umsóknarríki lagar sig að reglum ESB - sem telja um 100 þúsund blaðsíður. Og þessar reglur (einnig þekktar undir nafninu acquis, sem er franska fyrir ,,það sem hefur verið samþykkt) eru ekki umsemjanlegar.

Það eru einfaldlega engar viðræður í boði. Aðeins ferli sem felur í sér að umsóknarríki innleiði laga- og regluverk ESB.

Að spyrja hvort fólk vilji viðræður er út í bláinn.

 


mbl.is Tæp 52% vilja halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem maður hefur nýlokið við að horfa á íslenska knattspyrnuliðið,brjóta sér leið í umspil um að komast á H.M. í Brasilíu,finnst mér vel passa að kalla þessa blekkingarkönnun Maskínu rangstæða,þar sem spurningin á ekki við.Maður fer nú að prenta út stefnu Esb með útskýringum þeirra og bera í hús, ef einhverjir (án tölva) skyldu nú vera eftir sem skylja þetta ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2013 kl. 21:42

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

NEI sinnar hljóta að vera í áfalli núna....   þeir eru með allt niðrum sig.

Skilja ekki fólkið í landinu. 

Sleggjan og Hvellurinn, 15.10.2013 kl. 22:19

3 Smámynd: rhansen

Þeir sem enn vilja enn halda áfram eru þeir sem ætla kikja i pakkann ....Hvar er heilabúið i fólki ??? eða öllu heldur greinilegt að menn eru ekkert að fylgjast með ,heldur geyspa eitthvað bull úti loftið ,eins og oftast !!!  ....

rhansen, 15.10.2013 kl. 22:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maskína Esb,sinna gengur á einum, en yfirþjóðlega apparatið sækir fast og brýnir þá.

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2013 kl. 23:21

5 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Og RUV flutti fréttina eins og ekkert væri rangt.

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 16.10.2013 kl. 00:59

6 Smámynd: Elle_

Fyrirgefið, ofanvert var ekki skrifað undir nafni ÞJÓÐARHEIÐURS.

Elle_, 16.10.2013 kl. 01:00

7 Smámynd: Elle_

Ekki var nú skárri flutningur MBL eins og í ofanverðri frétt.  Fréttamenn þar minntust ekki á fjarstæðuna við að kalla þetta 'samningaviðræður'.

Elle_, 16.10.2013 kl. 01:11

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mbl.gerir miklu meira,þeir eru með tengdar fréttir og svör þingmanna,auk forsetans. Viðtal Bloomberg við forsætisráðherra er hægt að lesa í heild og einnig við forsetann (minnir mig). Blekkingin fellst í því að Maskínan lætur sem hún viti ekki að áframhaldandi ,,viðræður,,eru bara að taka upp regluverk á grundvelli aðlögunar og verða ekki á dagsskrá nema að undangenginni atkvæðagreiðslu,lúmskt. Þetta verður á dagskrá þingsins á morgun. Færi á þingpall,ef ég væri ekki sárlasin.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2013 kl. 02:27

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Maskína er ótrúverðugt fyrirtæki og það lið sem þar vinnu er greinilega 100% evrópusambandssinnar, fólk með hugsjónina um að vinna sem minnst fyrir sem hæstum launum. Útópían sem það telur sig trú um að sé til, er aðeins til í kollinum á þeim. Flest eru þetta hálfmenntaðir sálfræðingar sem vinna hjá Maskínu. Legg ég til að þeir fari í þerapíu hjá hvorum öðrum og sendi reikninginn til Samfylkingarinnar.

FORNLEIFUR, 16.10.2013 kl. 06:41

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

Meirihlutinn vildi að viðræðurnar yrðu kláraðar og svo gengið til þjóðaratkvæðis um inngöngu. Þetta voru bæði andstæðingar og fylgjendur inngöngu í ESB.

En húsbændurnir þorðu ekki.

Jón Ragnarsson, 16.10.2013 kl. 11:33

11 Smámynd: Elle_

Já Helga, en ég meinti bara í samhenginu að engin skýring kom, hvorki í MBL-fréttinni né RUV, um fjarstæðuna við að kalla þessa yfirtöku samningaviðræður.

Elle_, 16.10.2013 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband