Stóraukin eftirspurn eftir Íslandi

Fæðingar eru tvöfalt fleiri en dauðsföll og innflutningur fólks meiri en útflutningur. Óhætt er að segja að Ísland sé í verulegri eftirspurn.

Á sama tíma væla hér háir sem lágir, læknar og verkfræðingar annars vegar og hins vegar kennarar og öryrkjar, um að ómögulegt sé að búa við sæmilega afkomu hér á landi. 

Hvernig stendur á þessari mótsögn?


mbl.is Landsmönnum fjölgaði um 1.200
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Veit að öryrkja hafa mikið til síns máls.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2013 kl. 13:02

2 identicon

Sæll Páll; sem oftar - og aðrir gestir, þínir !

''Væll/væl''; er ekki rétta orðið, yfir vaxandi gremju og andúð landsmanna, á HAND ÓNÝTUM stjórnvöldum, síðuhafi góður.

Því; ber að fagna brottflutningi heiðarlegs og ærlegs fólks af landinu, sem NENNIR einfaldlega ekki, að bíða eftir VITRÆNUM úrbótum mála, hérlendis.

Æskilegasta lausnin er; og ætti að vera - að fela Kanada og Rússlandi, ALLSHERJAR YFIRTÖKU lands og miða og fólks og fénaðar, Páll minn.

Að; við skulum láta bjóða okkur, að halda uppi sviksömu og blekkjandi hvítflibba- og blúndukerlinga gerinu hér, er ósvinna ein.

Með beztu kveðjum; sem oftar - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 13:06

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Páll!! Hefur þú kynnt þér lúxuslýfið hjá öryrkjum? Mér heyrist að þú hafir ekki gert það. Ég myndi nú ekki telja þá upp með Læknum, kennurum, og Verkfræðingum. Hvaða innflutning á fólki ert þú að tala um. Vonandi er það rétt hjá þér að Ísland sé í verulegri eftirspurn vonandi er það þá fólk sem gefur eitthvað af sér en ekki sem við þurfum að borga með.

 

Eyjólfur G Svavarsson, 15.10.2013 kl. 13:44

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið er þér Óskar minn uppsigað við blúndukellingar,læt vera þó flibbarnir heyri það.

Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2013 kl. 16:53

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það hefur aldrei verið sagt að ástandið gæti ekki verið verra annar staðar. en skv. þessari grein eru ísl. að flytja út.

"Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 170 umfram aðflutta"

Rafn Guðmundsson, 15.10.2013 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband