Frexit frá ESB og evru

Stórsigur Þjóðarfylkingarinnar í aukakosningum í Frakklandi er talinn sýna djúpstæða óánægju Frakka með efnahagsþróunina og að franska þjóðin hafi snúið baki við Evrópusambandinu og evrunni.

Evan-Pritchard rekur áherslur Þjóðarfylkingarinnar í Telegraph:  franka í stað evru, innflytjendamál verði á forræði Frakka sjálfra, frönsk lög hafi forgang umfram lög Evrópusambandsins og efnahagsleg föðurlandshyggja ráði ferðinni í stefnumótun Frakklands.

Út á þessa punkta sópar Þjóðarfylkingingin að sér fylgi frá hægri og vinstri. Formaður flokksins Marine Le Pen vísar einatt í þjóðardýrling Frakka, Jóhönnu frá Örk. Hún talar með fyrirlitningu um embættismannaveldið í Brussel sem hún segir umboðslausa elítu er þekki ekkert til lífskjara almennings.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi er þetta apparat að molna innanfrá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2013 kl. 10:28

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Marine Le Pen segir nú ýmislegt. Nýlega hótaði hún til dæmis að lögsækja þá sem kalla flokk hennar, Front national, hægri öfgaflokk.

Wilhelm Emilsson, 16.10.2013 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband