Brauðmolar, hlutaskipti og pólitísk tiltrú

Brauðmolahagfræði er það kallað þegar fyrirtækjum og efnafólki er veittur skattafsláttur og önnur vilyrði til að efnast meira í þeirri von að aukin auðsæld muni koma tekjulágum til góða, - í formi brauðmola sem falla af gnægtaborði hinna auðugu.

Eins og flest annað í hagfræði kemur hugmyndin frá útlöndum, heitir þar trickle-down economy og er heldur að falla í ónáð

Brauðmolahagfræði virkar á Íslandi í þeim skilningi að geysigóð afkoma sjávarútvegsins skilar sér í háum tekjum sjómanna, eins og Tekjublað Frjálsrar verslunar sýnir svart á hvítu. Allir sem koma nálægt sjávarútvegi vita að þar er góða þénustu víða hafa þótt menn séu ekki ráðnir upp á hlut.

Á hinn bóginn er varanlegt pólitísk álitamál hve mikið sjávarútvegurinn á að greiða til samfélagsins fyrir að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Vinstriflokkarnir vildu ganga hart fram en hægriflokkarnir eru hófsamari. 

Spurningin er hvorum pólitíska arminum við eigum að trúa, þeim sem hatast við sjávarútveginn og hefur ekki gripsvit á útgerð og sjómennsku eða hinum sem þekkir til tilverunnar í bæjum og þorpum sem byggja á veiðum og vinnslu.

 


mbl.is „Brauðmolahagfræði“ gagnrýnd á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Brauðmolahagfræðingur !...það eiginlega passar Árna Páli vel !!

rhansen, 14.10.2013 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband